Námskeið fyrir dyraverði og næturverði

23. 03, 2018

Eflingarfélagar sem starfa sem dyraverðir eða hyggjast starfa sem slíkir eiga kost á að sækja dyravarðanámskeið hjá Mími þann 30. apríl n.k. Námið hentar einnig öðru starfsfólki á hótel og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að efla þátttakendur í starfi. Mímir heldur námskeiðið í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg.Námið hefst 30. apríl til 16. maí 2018. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:30–19:25. Þátttakendur sem lokið hafa þessu 24 kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla skilyrði til að starfa sem dyraverðir.Kennsla fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á heimasíðu Mímis eða í síma 580 1800.