Select Page

Viðar Þorsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra Eflingar-stéttarfélags. Viðar mun starfa náið með formanni, forystufólki og stjórn félagsins, einkum að mótun og framkvæmd stefnu gagnvart samnings- og samstarfsaðilum.

Viðar hefur mikla reynslu af félagsstörfum og verkefnastjórnun innan félagasamtaka, en hann var m.a. einn af stofnendum Róttæka sumarháskólans. Viðar hefur víðtæka þekkingu á samfélagsmálum í gegnum rannsóknir og kennslu á háskólastigi, en hann er með doktorspróf frá Ohio State University og hefur m.a. starfað sem kannari við Háskólann á Bifröst, Endurmenntun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Eftir Viðar liggur fjöldi greina og útgefinna rita um samfélagsmál auk þess sem hann hefur verið álitsgjafi og viðmælandi í fjölmiðlum um margra ára skeið. Viðar hefur sérstakan áhuga á skörun verkalýðsbaráttu við önnur jafnréttismál svo sem kvennabaráttu og innflytjendamál.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere