Viðar Þorsteinsson er nýr framkvæmdastjóri Eflingar-stéttarfélags

Viðar Þorsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra Eflingar-stéttarfélags. Viðar mun starfa náið með formanni, forystufólki og stjórn félagsins, einkum að mótun og framkvæmd stefnu gagnvart samnings- og samstarfsaðilum.Viðar hefur mikla reynslu af félagsstörfum og verkefnastjórnun innan félagasamtaka, en hann var m.a. einn af stofnendum Róttæka sumarháskólans. Viðar hefur víðtæka þekkingu á samfélagsmálum í gegnum rannsóknir og kennslu á háskólastigi, en hann er með doktorspróf frá Ohio State University og hefur m.a. starfað sem kannari við Háskólann á Bifröst, Endurmenntun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.Eftir Viðar liggur fjöldi greina og útgefinna rita um samfélagsmál auk þess sem hann hefur verið álitsgjafi og viðmælandi í fjölmiðlum um margra ára skeið. Viðar hefur sérstakan áhuga á skörun verkalýðsbaráttu við önnur jafnréttismál svo sem kvennabaráttu og innflytjendamál.