[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Ávarp 1. maí, 2018. – Myndband af ávarpi Sólveigar er að finna hér fyrir neðan.Kæru félagar,ég sendi ykkur miklar og heitar upprisukveðjur á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks.Við verkafólk eigum þennan eina dag til þess að minnast sigra þeirra sem vörðuðu leiðina með stórkostlegu og innblásnu hugrekki sínu, arðrænd en upprisin, svo upprisin að þau tóku sér dag, þau fengu hann sannarlega ekki að gjöf, hvorki frá ríkisvaldinu né auðvaldinu, ekki frekar en neitt annað, þau tóku hann sjálf, til þess að leggja niður störf, til þess að sýna, með því að neita að vinna, algjört grundvallar mikilvægi sitt í þjóðfélaginu,með því að ganga burt frá vinnunni og ganga inní samstöðuna, með því að nota vinnuhendurnar sínar til bera fána og skilti með slagorðum og kröfum sem voru djarfar og stórhuga að við hljótum að komast við af aðdáun, með því að nota hjörtun sín til að sjá að samstaðan var allt og með því að hafna algjörlega og afdráttarlaust kröfu auðstéttarinnar um að aðeins hún mætti njóta afraksturs vinnunnar, án þess þó að hafa unnið handtak.Þess vegna er gengið í dag, með félögum hér og nú, félögum okkar um alla veröld og félögum okkar inní mannkynssögunni, til þess að minna hvort annað á að við fáum aldrei neitt að gjöf, að allir sigrar forvera okkar unnust vegna þess að þau ákváðu að taka sér það sem þeim hafði verið neitað um.Saga verkalýðsbaráttu, bæði hér og útí hinum stóra heimi, er saga baráttu sem er háð vegna knýjandi nauðsynjar, líkt og Ármann Jóhannsson, einn af stofnfélögum Dagsbrúnar í upphafi síðustu aldra orðaði það, knýjandi nauðsynjar vegna þess að verkafólki var ekki ætlað annað hlutskipti en að vinna myrkranna á milli, allt árið um kring, frá barnsaldri og fram í ellina, var ekki ætlað að hafa neitt að segja um eigið líf, var í raun ekki ætlað að fá að vera manneskjur í skelfilega grimmu samfélagi glæpsamlegrar stéttskiptingar.Kæru félagar.Í haust verða tíu ár liðin frá hruni efnahagskerfisin, sem varð vegna þess að kapítalistar höfðu með einbeittri og markvissri sérhagsmunabaráttu sinni náð tökum á efnahagslegum og pólitískum völdum, og skapað með algjöru skeytingarleysi fyrir velferð almennings, ástand sem var bókstaflega þess eðlis að ekkert annað en hrun gat átt sér stað. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan gríðarlegum fjölda fólks, sem missti vinnu og heimili, þrátt fyrir að hafa ekkert til saka unnið og við tók tími hrikalegra erfiðleika og uppnáms fyrir íslenskt alþýðu fólk.Ég nefni hér hrunið vegna þess að við skulum ekki gleyma orðræðuna í aðdraganda krísunnar, þegar hin efnahagslega yfirstétt var annars vegar gríðarlega upptekin við siðlaust verkefnið, þar sem hver spekingurinn á fætur öðrum var fenginn til að lýsa því yfir að hér væri ástandið eins og best væri hægt að hugsa sér og, þökk sé fjármagnseigendum, í raun ekki hægt að sjá fyrir sér merkilegra og stórfenglegra samfélag,og hins vegar svo sjúklega óforskömmuð að láta útsendara sína bjóða almenningi uppá þvaðrið um að stærsta ógnin í íslensku efnahagslífi væru kröfur almennings um launahækkanir.Nú, í hinu nýja góðæri, heyrist auðvitað þessi sami ámátlegi söngur á ný, að hófsemi launafólks sé lykillinn að margumræddum stöðugleika,á meðan, svo aðeins eitt vitfirrt dæmi sé nefnt, það tekur forstjóra Eimskipa einungis fimm klukkustundir að vinna sér inn mánaðarlaun þeirrar manneskju sem erfiðar á lágmarkslaunum og aðeins níu daga að vinna sér inn árslaun verkamanns eða konu á lágmarkslaunum.Meðal annars vegna þessara staðreynda úr íslensku samfélagi hvet ég ykkur til að gleyma því aldrei að efnahagsleg valdastétt svífst á endanum einskis til þess að tryggja að hún fái áfram óáreitt, þrátt fyrir nýliðna söguna, þrátt fyrir að bera ábyrgð á stórkostlegri kreppu sem ennþá er óuppgerð, að sölsa undir sig sífellt meiri eignir og fé, meðal annars með því að halda láglauna og verkafólki pikkföstu á réttum stað í stigveldinu.Kæru félagar.Við búum inní samfélagi nýfrjálshyggjunnar, þar sem óréttlæti og ójöfnuður þykja ekkert tiltökumál,þar sem þeim sem tilheyra efri lögum samfélagsins þykir sjálfsagt að einhver skuli ávallt lifa í fátækt, þar sem það þykir sjálfsagt að fólk þurfi að vera í tveimur vinnum til þess eins að komast af, þar sem það þykir sjálfsagt að húsnæðismarkaðurinn sé settur í hendur fjármagnseigenda, það sem það þykir sjálfsagt að spákaupmennska ráði för þegar kemur að því að ákveða hvað teljist eðlileg leiga, þar sem það þykir sjálfsagt að fólk af erlendum uppruna, sem hingað kemur til að vinna, sé látið búa í ósamþykktum iðnaðarhúsnæðum og verði fyrir allskyns ömurlegri og glæpsamlegri framkomu af hálfu atvinnurekanda, þar sem það þykir sjálfsagt að börn alþýðufólks þurfi að skuldsetja sig hrikalega til þess að mega mennta sig, þar sem það þykir sjálfsagt að konur sem starfa við að annast börn samfélagsins fái svo lítið útborgað að þær þurfi að þræla sér út í annarri vinnu, til þess að mega komast af, þar sem það þykir sjálfsagt að sum eigi allt og önnur ekkert,en það þykir til marks um offors og niðurrifsstarfsemi að krefjast þess að fólk fái greidd mannsæmandi laun fyrir unna vinnu.Kæru félagar, samfélag óréttlætis, stéttskiptingar og misskiptingar er auðvitað ekkert náttúrulögmál heldur einungis mannanna verk. Það að vinnuafl verkafólks sé verðlagt svo lágt sem raun ber vitni er ekkert náttúrulögmál heldur afleiðing pólitískra og efnahagslegra ákvarðana.Og það að innan úr sjálfri verkalýðshreyfingunni berist raddirnar um að mest og best hafi verið gert fyrir láglaunafólk,þegar ójöfnuður eykst, þegar láglaunafólki er gert að sætta sig við að eiga aldrei neitt annað í vændum en að rétt komast af,er satt best að segja óþolandi og til marks um stórkostlega undarlega sýn á samfélagið.Kæru félagar, tími verkafólks er kominn!Við munum ekki lengur sætta okkur við það að markaðslögmál stjórni tilveru okkar, við munum ekki lengur sætta okkur við það að vera svipt grundvallarmannréttindunum sem öruggt húsnæði er, við munum ekki lengur sætta okkur við það að vinna alla æfi og uppskera þó aldrei eins og við sáum, við munum ekki lengur sætta okkur við það að hér fari firrt yfirstétt með öll völd á meðan okkur er gert að bera ábyrgð á stöðugleika efnahagskerfisins, til þess eins að hin ríku geti orðið ríkari, á kostnað alls fjöldans,við munum einfaldlega ekki lengur sætta okkur við það að við höfum ekkert um gerð og þróun samfélagsins að segja, að okkur sé aðeins ætlað að vera ábyrgasta vinnuafl mannkynssögunnar.Við munum sameinuð, með félögum okkar í öðrum verkalýðs og stéttarfélögum, líkt og verkalýðsfélagi Akraness, VR og verkalýðsfélaginu Framsýn og svo öllum þeim innan hreyfingarinnar sem vilja standa með okkur verka og láglaunafólki í baráttunni,krefjast launahækkana,krefjast þess að skattkerfið verði sniðið að okkar þörfum, ekki þörfum þeirra sem þegar lifa eins og blóm í eggi,krefjast uppstokkunar í húsnæðismálum, svo að öllum verði tryggt gott og öruggt húsnæði á eðlilegum kjörum, krefjast þess að böndum verði komið á fjárplógsstarfsemi þá sem nú líðst á gróðavæddum húsnæðismarkaði,krefjast þess að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu samfélagslegra verkefna, í þágu fólks, ekki fjármagns og jafnframt krefjast þess að þeir starfi á lýðræðislegan máta og hætti að beita sér gegn vinnandi fólk, með gagnrýnislausri þátttöku í gróða bralli spákaupmennskunnar,krefjast þess, í krafti óumdeilanlegs mikilvægi okkar í íslensku þjóðfélagi, að við fáum loks að lifa eins og við sjálf kjósum að lifa, að samfélagið þróist með langanir og hagsmuni okkar í fyrirrúmi og að við fáum, í krafti samstöðu og baráttuvilja, að lifa í samfélagi sem byggir á okkar gildum og þar sem draumurinn um réttlæti og jöfnuð er ekki lengur aðeins draumur heldur samfélagslegur veruleiki.Kæra fólk, ég óska þess af öllu hjarta að við megum standa sameinuð í baráttunni og ég hlakka til að standa við hlið ykkar í dag á þessum stórkostlega degi og ég hlakka til að standa við hlið ykkar þegar við leggjum fram kröfur okkar um langþráð réttlæti í íslensku samfélagi.Takk fyrir.[/et_pb_text][et_pb_video _builder_version=“3.2″ src=“https://www.youtube.com/watch?v=EUUfk5LYUiY“ image_src=“//i.ytimg.com/vi/EUUfk5LYUiY/hqdefault.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Hægt er að sjá myndbandið með enskum texta hér.Hægt er að sjá myndbandið með pólskum texta hér. [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]