[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Breski hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran hélt erindi á vegum Eflingar mánudaginn 11. júní á Grand hótel en hún er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum og hefur meðal annars starfað fyrir Alþjóðavinnumálastofnun – ILO. Í erindi sínu fjallaði Onaran um áhrif launahækkana og jöfnuðar á hagvöxt. Onaran sýndi með skýrum hætti fram á að launavöxtur og aukinn jöfnuður getur haft mjög jákvæð áhrif á þróun hagkerfisins, ekki síst vegna örvunaráhrifa á neyslu.Launahækkanir skila sér út í samfélagiðOnaran fjallaði um þá staðreynd að launalægri hópar verja stærri hluta tekna sinna í neyslu en aðrir hópar, en tekjuhærri hóparnir eru líklegri til að spara hlutfallslega meira. Því skila launahækkanir til tekjulægri hópa sér beint út í hagkerfið í formi aukinnar eftirspurnar. Onaran gagnrýndi þá kennisetningu nýfrjálshyggjunnar að launagreiðslur væru eingöngu kostnaður sem hefði hamlandi áhrif á hagvöxt og lagði Onaran þess í stað áherslu á þátt launatekna í að viðhalda eftirspurnarhlið hagkerfisins.Onaran rökstuddi að flest hagkerfi væru í eðli sínu drifin áfram af vexti launa, fremur en að vöxtur launa hamlaði þeim og minnti auk þess á að launahækkanir auka skattstofna ríkisins og geta því bætt stöðu ríkissjóðs. Hún minnti auk þess á að hátt launastig væri mikilvægur þáttur í að gera samfélög aðlaðandi fyrir vinnuafl, og að samkeppnishæfni ríkja væri síður en svo best borgið með lágum launum. Samkeppnishæfni gæti líka verið styrkt með háum launum.Mikilvægt að fjárfesta í kvennastörfumOnaran voru láglaunastörf kvenna hugleikin og vísaði hún í rannsóknir sem hafa sýnt að hækkandi laun fara yfirleitt saman við aukinn jöfnuð kynja. Þá rökstuddi Onaran að góð laun í hefðbundnum kvennastörfum eins og umönnun barna og aldraðra væri í raun mikilvæg fjárfesting og nefndi hún slíka grunnþjónustu „félagslega innviði“. Sá mannauður sem þar þrífst væri efnahagslega mjög mikilvægur enda hefði slík grunnþjónusta mikil margfeldisáhrif vegna þess hve hún auðveldar atvinnuþátttöku og hvetur þar með til hagvaxtar. Góð laun fyrir umönnunarstöf væri góð fjárfesting í grunninnviðum samfélagsins.Onaran ræddi um þá staðreynd að nú væri vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi að hægjast. Hún benti á að þótt útflutningstekjur væru mikilvægar skipti líka máli að huga að þætti innlendrar eftirspurnar, sérstaklega ef útflutningstekjur eru í þann mund að minnka. Hún rökstuddi að heilbrigður vöxtur launa í ferðaþjónustu myndi að líkindum hafa jákvæð þjóðhagsleg áhrif, bæði vegna eftirspurnaráhrifa og vegna aukinnar gæða í þjónustu sem betur launað starfsfólk getur veitt og þar með eflt sérstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.Verkalýðsfélög í lykilhlutverkiÞá kom Onaran inn á hina margumræddu fjórðu iðnbyltingu, eða sjálfvirknivæðingu í nýjum geirum atvinnulífs. Hún benti á að tækniframfarir hefðu alltaf verið fylgifiskur hagþróunar í kapítalískum samfélögum og að svarið nú væri hið sama og áður: öflugar stofnanir til að jafna leikinn og rétta hlut þeirra sem berskjaldaðastur eru. Þar væru verkalýðsfélög í lykilhlutverki. Þá minnti Onaran á að ríkið og aðrar stofnanir undir stjórn almennings hafa ýmis tæki til að stuðla að jöfnuði, þar á meðal ákvæði um hámarks launamun innan fyrirtækja sem ríkið á í viðskiptum við.Hagvöxtur á forsendum jöfnuðar Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sat í pallborði og brást við erindi Onaran með því að segja að í því væru ýmsir punktar sem gætu verið leiðarvísir um áherslur í komandi kjaraviðræðum. Drífa benti á að Ísland væri í góðri stöðu til að setja í framkvæmd hugmyndina um hagvöxt á forsendum jöfnuðar, enda vald verkalýðsfélaga mikið. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, sat einnig í pallborði og tók undir mörg af sjónarmiðum Onaran en benti á að hagvöxtur á forsendum launa væri að einhverju leyti þegar til staðar á Íslandi. Hann minnti enn fremur á mikilvægi þess að efla félagslegt húsnæði enda væri húsnæðismarkaðurinn oft rót ójöfnuðar. [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_2″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/fundargestir-onaran.jpg“ /][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/pallbord-onaran.jpg“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/fundarmenn-saman-onaran.jpg“ /][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/spurning-ur-sal-onaran.jpg“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]