Þegar kjaramál ber á góma berst talið fljótt að svokölluðum stöðugleika. Við erum vöruð við því að of miklar launakröfur ógni efnahag landsins og að ekki sé hægt að taka tillit til grundvallar réttlætissjónarmiða, nema hleypa af stað launaskriði. Okkur er líka sagt að róttæk verkalýðsbarátta sé ógn við stöðugleika og að hana beri að varast. Þær raddir heyrast víða um þessar mundir og oft er erfitt að átta sig á því úr hverra herbúðum þær berast.En þegar við horfum yfir þróun efnahagsmála síðustu áratuga er ljóst að efnahag Íslands stendur ekki ógn af verkafólki. Þvert á móti eru það þau með mestu efnahagslegu og pólitísku völdin sem slíta með hömluleysi sínu samfélagssáttmálann í sundur. Þau hafa fengið að skammta sér án hófs af sameiginlegum gæðum og með því orsakað þann mikla óróa sem nú ríkir.Á eftirstríðsárunum og allt fram á miðjan tíunda áratug síðustu aldar varð hér lífskjarabylting. Sem dæmi má taka söguna af þeirri skelfilegu húsnæðiskreppu sem ríkti í Reykjavík um miðja öldina, þar sem verkafólk bjó þúsundum saman í óíbúðarhæfum vistarverum. Vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar og með samstilltu átaki var fólki komið í mannsæmandi húsnæði, af þeirri einföldu ástæðu að ekki þótti boðlegt að láta vandann óáreittan.Ekki var látið þar við sitja heldur var jafnframt komið á fót almannatryggingarkerfi, skólakerfi fyrir öll börn og heilbrigðis- og velferðarkerfi.Þetta var ekki aðeins gerlegt, heldur pólitískt fýsilegt, þökk sé samfélagslegri sýn verkalýðshreyfingarinnar og þeim gildum sem hún byggði á; samhjálp, samhygð og réttlæti.Þessu jafnaðarsamfélagi var kollvarpað á tíunda áratugnum þegar mannfjandsamleg hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar tók völdin og fyrrnefndum gildum var kastað til hliðar. Misskipting óx gríðarlega og samfélagið varð græðgisvæðingunni að bráð, þegar firrt yfirstétt sópaði til sín verðmætum sem til urðu í samfélaginu um leið og söngurinn sem við þekkjum svo vel heyrðist í sífellu: Verka- og láglaunafólk verður að stilla kröfum sínum í hóf til að varðveita stöðugleika í þjóðfélaginu. Pólitísk sátt virtist ríkja um að á meðan hægfara kjarabætur væru eini kosturinn fyrir launafólk fengi auðstéttin að skammta sér æ stærri sneið af kökunni.Þetta samfélag græðginnar hrundi haustið 2008. Byrðarnar af því hruni lentu þó ekki síst hjá verkafólki, sem enn hefur ekki fengið neina „leiðréttingu“ á sínum kjörum, tíu árum síðar. Þvert á móti hafa skattbyrðar þessa hóps verið þyngdar á sama tíma og hinn „frjálsi markaður“ óseðjandi fjármagnseigenda hefur óáreittur fengið að koma húsnæðismálum alþýðunnar í uppnám.Og enn á ný heyrum við rammfalskan sönginn um stöðugleika, nú þegar verka- og láglaunafólk krefst hærri launa og mannsæmandi lífskjara. Á sama tíma hækka laun æðstu stjórnenda einkafyrirtækja stjórnlaust og yfirstétt opinbera kerfisins fær úthlutað því sem næst mánaðarlaunum þeirra sem strita við umönnunarstörf fyrir að sitja einn fund!Við hljótum að hafna stöðugleika sem er ákvarðaður út frá hagsmunum fjármagnseigenda og valdastéttar samfélagsins. Við hljótum að hafna stöðugleika sem nærir vaxandi ójöfnuð, sem grefur undan velferðarkerfinu, sem nærist á aukinni skattbyrði verkafólks svo að auðstéttin geti komið sér undan samfélagslegri ábyrgð, sem grefur undan efnahagslegu öryggi hinna vinnandi stétta á meðan auðstéttin fær óáreitt að skrifa nýjan samfélagssáttmála, byggðan á óréttlæti og arðráni.Við höfum verið beitt rangindum. Við ætlum að semja upp á nýtt; á okkar forsendum, á grundvelli jöfnuðar og sanngirni, þar sem mikilvægi þeirra sem vinna vinnuna er viðurkennt án fyrirvara og þar sem efnahagslegt réttlæti er í algjöru fyrirrúmi.Þegar það hefur tekist er kannski tímabært að tala um þjóðarsátt um stöðugleika.Sólveig Anna Jónsdóttirformaður Eflingar-stéttarfélags
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.