Vaxandi ójöfnuður er viðvörunarbjalla

[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Stefán Ólafsson sýnir að ASÍ gefur skakka mynd af sögu kaupmáttar og verkalýðsbaráttu.

Formaður Eflingar segir málflutning ASÍ hneyksli og vill skoða vísitölubindingu ójöfnuðar.

[/et_pb_text][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Mánudaginn 4. júní efndi Efling til fyrsta fundarins af þremur í fundaröðinni „Stóru málin“. Fundunum er ætlað að setja mikilvæg mál á dagskrá umræðunnar í aðdraganda kjarasamningavetrar. Fundurinn á mánudag bar yfirskriftina „Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi“ og flutti Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Ísland þar upphafserindi áður en boðið var til pallborðsumræðna. Stefán er höfundur bókarinnar Ójöfnuður á Íslandi ásamt Arnaldi Sölva Kristjánssyni og byggðist erindi hans á niðurstöðum bókarinnar.

Stefán lýsti í erindi sínu þeirri þróun í átt að auknum ójöfnuði sem einkennt hefur íslenskt samfélag síðustu áratugi, með tímabundinni snaraukningu á góðærisárunum á fyrsta áratug 21. aldar og svo bakslagi í Hruninu 2008. Tímabilið 1945-1995 var tímabil mikils jöfnuðar hér á landi og var Ísland þá eitt mesta jafnaðarsamfélag heims. Að frátöldu Hruninu er ljóst að ójöfnuður hefur aukist óðfluga eftir árið 1995 og er nú mun meiri en gerist á hinum Norðurlöndunum.

[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_Stefán.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Fjármálakerfið drífur aukinn ójöfnuð

Í rannsóknum sínum rekur Stefán orsakir ójöfnuðar til tveggja þátta: Annars vegar innreiðar og hraðs vaxtar fjármálakerfisins í kjölfar einkavæðingar og alþjóðavæðingar á síðasta áratug 20. aldar og í kringum árið 2000 og hins vegar breytinga á skatta- og velferðarstefnu stjórnvalda. Að mati Stefáns má rekja aukningu ójöfnuðar að tveimur þriðju til fjármálakerfisins, en í gegnum það hafa efnuðustu einstaklingarnir á Íslandi aukið verulega hlut sinn í heildartekjum og -eignum þjóðarbúsins. Á sama tíma voru skattar á fjármagnstekjur að jafnaði lægri en skattar á atvinnutekjur.

Stefán fjallaði í erindi sínu sérstaklega um Þjóðarsáttarsamningana 1990 og áhrif þeirra á þróun ójöfnuðar á Íslandi, en ASÍ hefur fjallað mikið um Þjóðarsáttarsamningana í nýlegu kynningarefni. Ljóst er að sú aukning ójöfnuðar sem Stefán hefur sýnt fram á eftir 1995 kemur engan veginn heim og saman við þá mynd sem ASÍ hefur dregið upp í kynningarefni sínu, en ASÍ hefur haldið því fram að lægstu laun hafi hækkað umfram önnur laun eftir Þjóðarsáttarsamningana. Stefán rýndi nánar í aðrar fullyrðingar ASÍ, sér í lagi þá skoðun að ný aðferðafræði við kjarasamningagerð eftir 1990 hafi aukið kaupmátt og stöðugleika.

[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Graf.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Kaupmáttur jókst meira fyrir Þjóðarsátt

Samkvæmt Stefáni voru sveiflur tímabilsins fyrir 1990 fyrst og fremst afleiðing gengisfellinga, ekki afleiðing af tilteknum aðferðum við kjarabaráttu. Stefán hafnaði þeirri söguskoðun að verkalýðshreyfingin hafi á þessum árum farið villur vega, og benti á að í ljósi vilja ríkisvalds og útgerðarinnar til að beita gengisfellingum hafi verið mjög eðlilegt að hreyfingin krefðist hárra rauntöluhækkana.

Þá rýndi Stefán ítarlega í þróun kaupmáttar fyrir og eftir 1990 og tók inn í myndina bæði ráðstöfunartekjur og einkaneyslu. Samantekin niðurstaða hans er að kaupmáttaraukningin var að meðaltali í kringum 4% á ári fyrir Þjóðarsátt, en milli 2 og 2,5% á ári að meðtali eftir Þjóðarsátt. Umræddar kaupmáttarbreytingar eiga jafnt við um ólíka launahópa og eru ekki frábrugðnar fyrir verka- og láglaunafólk, nema að því leyti að hlutur þeirra í heildartekjum fer minnkandi eftir 1995 sökum aukins ójöfnuðar. Því er ljóst að sú fullyrðing að kaupmáttaraukning hafi verið meiri eftir Þjóðarsáttina stenst ekki skoðun.

[/et_pb_text][et_pb_image admin_label=“Image- pallborð“ _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_pallborð.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Ójöfnuður hefur áhrif á lýðheilsu, glæpi og lýðræðisþátttöku

Þegar Stefán hafði lokið máli sínu tóku við pallborðsumræður. Guðmundur Jónsson sérfræðingur í hagsögu og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands kallaði bók Stefáns og Arnaldar Ójöfnuður á Íslandi vera grundvallarrit og sagði rannsóknir hans hafa skapað sammæli meðal fræðimanna um að aukning ójöfnuðar sé staðreynd sem og um hverjar orsakir þeirrar aukningar séu.

Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur rökstuddi með vísun í rannsóknir að fátækt ein og sér sé ekki eina rót félagslegra vandamála, heldur hafi ójöfnuður mikið að segja. Því er stundum haldið fram að vaxandi hlutdeild hinna ríkustu í heildartekjum sé ekki vandamál að því skilyrði uppfylltu að kjör hinna verst settu batni lítillega á sama tíma. Margrét sagði þetta viðhorf ekki standast skoðun og að rannsóknir sýndu skýrt að vaxandi bil milli ríkra og hinna efnaminni, jafnvel þótt þeir síðarnefndu væru ekki sárafátækir, væri sjálfstætt vandamál og hefði neikvæð áhrif á ótal þætti, svo sem lýðheilsu, glæpatíðni og lýðræðisþátttöku.

Gestum sárnaði málflutningur ASÍ

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem fjallað hefur um dreifingu eigna og tekna í fjölmörgum úttektum, sagði það vel við hæfi að ræða um ójöfnuð á sama tíma og ríkisstjórnin væri í miðjum klíðum að breyta skattkerfinu enn frekar í þágu hinna efnameiri með lækkun veiðigjalda. Hann sagði að samkvæmt eigin rannsóknum væri það raunin að þorri auðs og eigna hefði færst á hendur æ færri einstaklinga. Hann sagði að aukning ójöfnuðar væri viðvörunarbjalla sem hlusta ætti á. Hann vísaði í vaxandi ólgu í samfélaginu og að það væri mótsagnakennt að þeir sem minnsta hafa milli handanna séu krafðir um hófsemi og að bera ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika.

Allmargir úr hópi fundargesta lögðu til mála í umræðum. Einn fundargestur sem mundi eftir tímabili eftirstríðsáranna sagði að sér sárnaði málflutningur ASÍ um að kjarabarátta fyrir Þjóðarsáttina hafi verið á villigötum. Hann benti á ávinning annan en laun, svo sem styttingu vinnutímans, orlofsréttindi og atvinnuleysistryggingar sem náðust í gegn með harðri baráttu og í sumum tilfellum allsherjarverkföllum svo sem árið 1955. Annar fundargestur spurði um skattaskjól og tóku pallborðsmeðlimir undir að þar væru hugsanlega miklum fjárhæðum skotið undan sem kynnu að sýna fram á enn meiri ójöfnuð en þann sem fram kemur í rannsóknum á þekktum gögnum.

[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_gestir.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Ójafnaðarvísitala í kjarasamningum myndi vekja heimsathygli

Í lok fundar bar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar upp þá tillögu hvort hægt væri að þróa ójafnaðarvísitölu sem myndi fanga stöðu ójöfnuðar á hverjum tíma og að sú vísitala yrði lögð til grundvallar í kjarasamningum sem forsenduákvæði. Þetta myndi þýða að færi stig ójöfnuðar fram yfir tiltekið mark yrði unnt að segja kjarasamningum upp sjálfkrafa. Með þessu myndi hreyfingin standa vörð um lífsgæði almennings, stemma stigu við ofurlaunum og sjálftöku yfirstéttarinnar og koma í veg fyrir frekari þróun samfélagsins í átt að því sem þekkist í Bandaríkjunum.

Stefán Ólafsson svaraði því til að slíkt samkomulag, sem væri ekki eingöngu um laun heldur einnig dreifingu lífskjara, væri fyllilega raunhæft og myndi mögulega vekja heimsathygli. Guðmundur Jónsson tók undir að slík „rauð strik“ hefðu áður fyrirfundist í kjarasamningum og að þetta væri álitleg hugmynd.

[/et_pb_text][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

Skrumskælingar ASÍ eru hneyksli

Að loknu erindi Stefáns sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar: „Rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna fram á það sem ég held að flest íslenskt verkafólk hafi þegar vitað og skynjað rækilega, sem er að hörð verkalýðsbarátta skilar árangri. Við höfum ekki upplifað áratugina eftir 1990 sem eitthvað sérstakt tímabil stöðugleika og velmegunar. Við þjáðumst vegna Hrunsins og nú þjáumst við vegna húsnæðisbólunnar. Launin okkar hafa aldrei verið boðleg, hvorki fyrir né eftir Þjóðarsátt. Kynningarefni og málflutningi sem borist hefur frá forystu ASÍ er fyrst og fremst móðgun við efnaminna fólk sem treystir á öfluga kjarabaráttu. Að forysta ASÍ hafi skrumskælt tölur til þess að draga úr baráttuanda verkafólks í aðdraganda kjarasamningavetrar er að mínu mati eitt stærsta hneyksli sem átt hefur sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.“

Sólveig Anna sagðist mjög áhugasöm um að þróa frekar hugmyndina um ójafnaðarvísitölu sem forsenduákvæði í kjarasamningum og að vinna henni brautargengi innan verkalýðshreyfingarinnar. „Mikið er rætt um ‘höfrungahlaup’ en í mínum huga er sívaxandi ofurlaunasjálftaka hástéttarinnar síðustu 20 árin lang stærsta höfrungahlaupið. Það hefur leitt til kollsteypa og óstöðugleika sem hafa valdið hörmungum í lífum verkafólks. Ójafnaðarvísitala í kjarasamningum myndi ekki bara stuðla að réttlátara samfélagi heldur einnig vera aðferð til að dreifa ábyrgðinni á stöðugleikanum á sanngjarnari hátt. Við í Eflingu munum skoða þessa nálgun af fullri alvöru.“

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_2″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_spjallað.jpg“ /][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_Stefán-pallborð.jpg“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_Sólveig-og-Stefán.jpg“ /][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Þjóðarsáttin_gestir2.jpg“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]