Mikill hugur var í félagsmönnum Eflingar sem mættu á félagsfund sem haldinn var þann 13. september en fundurinn var vel sóttur. Á honum gafst fólki tækifæri til að segja sína skoðun á því hvað helstu áherslur félagsins ættu að vera í komandi kjarasamningum. Í upphafi fundar ávarpaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, félagsmenn og Stefán Ólafsson hjá Eflingu hélt að því loknu erindi. Í kjölfarið ræddu félagsmenn sín á milli um komandi kjarasamninga og settu niður á blað þau atriði sem þeir vildu leggja áherslu á í næstu samningum.