Select Page
Mikill hugur var í félagsmönnum Eflingar sem mættu á félagsfund sem haldinn var þann 13. september en fundurinn var vel sóttur. Á honum gafst fólki tækifæri til að segja sína skoðun á því hvað helstu áherslur félagsins ættu að vera í komandi kjarasamningum. Í upphafi fundar ávarpaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, félagsmenn og Stefán Ólafsson hjá Eflingu hélt að því loknu erindi. Í kjölfarið ræddu félagsmenn sín á milli um komandi kjarasamninga og settu niður á blað þau atriði sem þeir vildu leggja áherslu á í næstu samningum.
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere