Select Page

—Polish below

Haldnir hafa verið tveir fundir í september fyrir pólskumælandi félagsmenn Eflingar og er óhætt að segja að félagsmenn hafi tekið vel í þá. Góð mæting var á fundina og ljóst að mikilvægt er að halda fleiri slíka fundi þar sem félagsmönnum gefst kostur á að koma saman, fá svör við spurningum sínum og ræða málin.

Fyrsti fundurinn var haldinn í Gerðubergi þar sem Vera Lupinska, starfsmaður Eflingar, Anna Marjankowska og Magdalena Kwiatkowska, stjórnarmenn í Eflingu, héldu stutt erindi en miklar umræður urðu eftir fundinn. Annar fundurinn var haldinn í húsakynnum Eflingar og var um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og var þar í ríkari mæli beint sjónum að kjarasamningnum og réttindi tengdum honum.

Þó fundirnir hefðu verið settir upp með mismunandi sniði áttu þeir það sameiginlegt að gefa félagsmönnum tækifæri á að spyrja spurninga, spjalla við hvert annað um reynslu þeirra af vinnumarkaði og auka þannig vitneskju um íslenskan vinnumarkað á meðal pólskumælandi félagsmanna Eflingar.


 

Spotkania w języku polskim są pomocne

We wrześniu odbyły się już dwa spotkania dla członków Eflingu, polskiego pochodzenia. Można powiedzieć to, że spotkania zdały egzamin, frekwencja była dobra i wiadomo już, że takich zebrań powinno być więcej. Jest to miejsce na zadawania pytań i dyskusji na różne tematy.

Pierwsze zebranie odbyło się w Gerðuberg, na którym  Vera Lupinska, pracownik Eflingu, Anna Marjankowska i Magdalena Kwiatkowska, zasiadające w zarządzie związków, zabrały głos. Później  toczyła się gorąca dyskusja pomiędzy zebranymi.

Drugie zebranie odbyło się w siedzibie Eflingu. Tam omawiane były sprawy dotyczące praw i obowiązków na rynku pracy. Glówna uwaga skierowana została na umowy zbiorowe i prawa pracownicze wynikające z nich.

Pomimo tego, że oba spotkania różniły się w pewnym stopniu organizacją, dały one możliwość  członkom polskiego pochodzenia na zadawanie pytań, dyskusję na temat sytuacji na islandzkim rynku pracy oraz  wydanie opinii o związkach zawodowych.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere