Við sköpum verðmæti og viljum vera hluti af samfélaginu

24. 09, 2018

-segir Anna Marta Marjankowska, nýr stjórnarmaður í Eflingu

Anna Marta Marjankowska var kjörin í stjórn Eflingar sl. vor. Hún er 26 ára, fædd í mið Póllandi, en fluttist til Kraká árið 2010, til að vinna og stunda nám. Þar starfaði hún hjá menningarstofnunum, söfnum og galleríum, við kvikmyndagerð og tónlistarhátíðir, auk þess að stunda nám í gagnrýnum menningarfræðum. Áhuginn beindist að sköpun, eðli vinnunnar og aðstæðum vinnandi fólks. Öryggisstigið í Póllandi gefur fólki litla möguleika á að gera áætlanir um framtíðina og því ákvað Anna Marta að flytja til Íslands, þar sem hún átti vini. Næstu ár ætlar hún að nýta í að berjast fyrir betra samfélagi.Anna Marta er enn nátengd umræðu og menningu í Póllandi, skrifar viðtöl og bókadóma fyrir stórt tímarit. Að vera virk á eigin málsvæði er því enn stór hluti af því hver ég er, segir hún. Í júní fóru pólskir háskólastúdentar í verkfall og í nokkrum borgum yfirtóku þeir háskólabyggingar. Ég var beðin um að skrifa ávarp, sem var lesið upp á aðaltorginu í Kraká.Í náminu í gagnrýnum menningarfræðum og menningarstjórnun í Jagiellonian háskólanum dró Anna Marta ýmsar ályktanir af því að skoða aðstæður fólks, sérstaklega í sambandi við vinnuna. Það gerði mig niðurdregna að lýsa aðstæðum fólks í listageiranum. Ég sá ekki fyrir mér að manneskja eins og ég gæti gert neinar framtíðaráætlanir. Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég fór frá Póllandi. Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að á næstu árum tækist henni ekki að gera það sem hana langaði til, út af pólitísku og félagslegu ástandi. Þessi óvissa fari sífellt vaxandi, því ríkisstjórnin sé að herða tökin á öllu, sæki að réttindum kvenna, dragi úr stuðningi við fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra og stefna í málefnum innflytjenda og flóttafólks sé algerlega óásættanleg.Upplifði þetta sem nýtt tækifæriAnna Marta ákvað að koma til Íslands, af því að ein besta vinkona hennar var hér. Ég fékk á tilfinninguna að Ísland gæti tryggt það öryggi sem ég þarfnast og tækifæri til að nýta hæfileika mína og þekkingu til lengri tíma. Hingað kom hún í október 2016, byrjaði á að vinna á gistihúsi í tvo og hálfan mánuð, síðan á hóteli í hálft ár, næst hjá hreingerningafyrirtæki og núna á matsölustað. Á sumum þessara staða hafa atvinnurekendurnir nýtt sér það að ég þekkti ekki réttindi mín og vissi ekki hvert ég átti að leita til að fá leiðbeiningar. Ég vissi ekkert um hlutverk verkalýðsfélaga og þeir sem ég vann fyrst hjá, létu mig skrifa undir pappíra, þar sem ég afsalaði mér greiðslum á uppsagnarfresti, eftir að mér var sagt upp. Ég vissi ekki að það væri ólöglegt. Hvað getur ein ung kona gert, andspænis tveimur fullorðnum mönnum, sem segja að svona gangi hlutirnir fyrir sig?Að sögn Önnu Mörtu er að sumu leyti hægt að bera saman stöðu pólskra verkamanna á Íslandi og úkraínskra verkamanna í Póllandi. Það sé sami efnahagslegi munurinn og fólkið sé meðhöndlað á sambærilegan hátt. Við þurfum að nýta þessa alþjóðlegu reynslu, fræðast um réttindi okkar og fara betur með útlendinga í heimalandinu.Sömu laun fyrir sömu störfAnna segist hafa áttað sig á því, eftir að hafa búið hér í nokkra mánuði, að Ísland er ekki sósíalísk paradís. Félögin hafi ekki verið nógu sterk til að standa gegn ýmsu sem sumir atvinnurekendur leyfa sér að gera oghún segist hafa upplifað ákveðinn tvískinnung í viðhorfum til Íslendinga annars vegar og útlendinga hins vegar. Við getum ekki látið það viðgangast, að fólki séu greidd misjöfn laun ef það vinnur sömu störf, af því að það eru útlendingar. Við þurfum að tala opinskátt um þetta.Aðspurð hvernig hún hafi komist í kynni við Eflingu, segist hún hafa kynnst fólki í tengslum við þátttöku sína í grasrótarstarfinu í Andrými og eitt hafi leitt af öðru. Það skipti líka máli, að móðir hennar er vinnuréttarlögfræðingur hjá pólsku vinnumálastofnuninni, sem fer með ýmis verkefni sem verkalýðsfélögin hafa á sinni könnu á Íslandi. Það má segja að ég hafi fengið áhuga á aðstæðum launafólks með móðurmjólkinni. Ég var ekki virk í pólitísku starfi í Póllandi, heldur stundaði ég rannsóknir á aðstæðum fólks í vinnunni. Ég fylgdist samt vel með starfi ýmissa hópa og það er margt áhugavert í gangi. Vinnan er stærsti þátturinn sem ákvarðar líf okkar og við getum ekki komist hjá því.Framundan eru viðræður um nýjan kjarasamning. Það er vissulega mikilvægt segir Anna Marta, en það sé ekki síður alvarlegt mál, að það sé fullt af fólki sem fái ekki einu sinni greiddan lágmarkstaxta. Fyrir mér skiptirþað miklu máli að tengja fólkið, láta það vita hvar er hægt að fá upplýsingar og efla trúnaðarmannakerfið. Það verða að vera trúnaðarmenn á öllum vinnustöðum þar sem fleiri en fimm starfa. Sá þurfi að kunna skil á lögunum, ganga úr skugga um að allir séu með ráðningarsamning og vita hvernig eigi að bregðast við einelti og mismunun. Með þessu móti eigi allir sem komi inn á vinnumarkaðinn, bæði útlendingar og ungir Íslendingar, að hafa jafnan aðgang að grunnupplýsingum um réttindamál. Á hinn bóginn þurfum við að segja hátt og skýrt að það sé til skammar að verkamaður sem skapi tekjur fyrirtækisins fái lágmarkslaun. Og að greiða minna en lágmarkslaun, en það sé stundum falið í jafnaðarkaupi, sé hreinn glæpur.Ég held að það skipti máli í framhaldinu, að í stjórn félagsins núna, er fólk með fjölbreyttari bakgrunn og reynslu en áður. Með því skapist tækifæri til þess að nálgast þann stóra hluta félagsmanna sem er af erlendum uppruna. Ef fólk áttar sig raunverulega á aðstæðum sínum og hvernig þær geta breyst með sterkri samstöðu, þá er fólk tilbúið til að gera ýmislegt til að ná fram sjálfsögðum kjörum og réttindum.Vill leggja sitt af mörkumMunurinn á mánaðarlaunum á Íslandi og víða annars staðar er mjög mikill. Ef við berum þetta saman við aðstæður í Póllandi, þá getur fólk fengið sex sinnum hærri laun hér. Að vísu er þrisvar sinnum dýrara að búa hér, miðað við að leiga herbergi og lifa spart. Þannig sé hægt að leggja fyrir talsverða peninga á nokkrum mánuðum á Íslandi. Þetta líti öðruvísi út hjá fjölskyldufólki, börnin þurfi að fara í leikskóla og skóla og taka þátt í starfi eftir skóla. Svo þarf að leigja eða kaupa húsnæði. Þrýstingur vegna þessa geti gert fólk útsett fyrir svindli af hálfu atvinnurekandans. Hún segir að það sé nauðsynlegt að byggja upp samstöðu í félaginu, tengja fólk við það, þannig að það átti sig á því að hjá félaginu geti það fengið ráð og stuðning í samskiptum við atvinnurekendur. Ég hef miklar væntingar um að við getum bætt aðstæður fólks, skref fyrir skref og breytt þannig ástandinu til lengri tíma. Ég vil að við einbeitum okkur að því að byggja upp félagið sjálft og gera það að öflugra baráttutæki. Þótt það sé stutt síðan ný stjórn tók við, finnst Önnu Mörtu hún samt skynja ákveðinn árangur. Hún hafi náð að hitta mjög margt ungt fólk í félaginu og það sé ákveðin vakning í gangi. Það sem mér þótti samt óþægilegast í kosningabaráttunni, var að hitta fólk frá mið- og austur Evrópu sem sagðist ekki ætla að kjósa, það hefði það betra en áður en það kom til Íslands og vildi ekki rugga bátnum. Þessu viljum við breyta, þýða vinnulöggjöfina þannig að allir séu meðvitaðir um hana. Það er mikilvægt að læra íslensku, en við getum ekki ætlast til þess að fólk sem vinnur tólf tíma á sólarhring, hafi afgangsorku til að sækja tungumálatíma og læra heima. Við verðum að leggja áherslu á að allir upplifi að þeirra sé þörf og þeir séu metnir í samfélaginu.Verkefnin hjá Eflingu eru ærin, segir Anna. Fólkið sem ég vil leggja áherslu á, er nýtt fólk á vinnumarkaði, útlendingar og ungir Íslendingar, fólkið í grunnstörfunum, þjónustu- og umönnunarstörfum. Hún segir baráttunaverða langa og harða, en þess virði. Við þurfum öll á þessari byltingu að halda. Anna ætlar að tengja þessi tvö ár í stjórn Eflingar við doktorsnám í háskólanum og því að ná góðum tökum á íslenskunni.