Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að fjárlagafrumvarpið valdi henni vonbrigðum. Það er bara allt of lítið fyrir okkar fólk hér, sagði hún. „Ef við t.d. horfum bara á persónuafsláttinn þá hækkar hann mjög takmarkað. Hækkunin á honum dugir ekki til þess að halda í við launaþróun. Ef við horfum t.d. á þá hækkun barnabóta sem þarna er vissulega til staðar þá er hún bara alls ekki nógu mikil til þess að bæta fyrir þau skemmdarverk sem hafa verið unnin á því kerfi. Húsnæðismálin. Hækkunin á vaxtabótum sýnist mér ekki einu sinni duga til þess að bæta fyrir þá lækkun sem varð milli síðustu tveggja ára. Og þessi hækkun á hússnæðisstuðningi sem talað er um er bara mjög snautleg,“ sagði Sólveig Anna í fréttum RÚV í tilefni þess að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær.