Select Page

Velsæld á grunni misnotkunar? Opinn fundur Eflingar um brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði

Efling – stéttarfélag boðar til opins fundar í Gerðubergi laugardaginn 27. október næstkomandi um brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði, þar með talið mansal og önnur gróf réttindabrot. Kynningu flytur María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ. Að því búnu munu félagsmenn Eflingar sem lent hafa í kjarasamningabrotum segja frá reynslu sinni. Boðið verður upp á spurningar úr sal.

Fundur hefst klukkan 14:30 og er öllum opinn. Boðið verður upp á köku og kaffi í lok fundar sem lýkur eigi síðar en klukkan 16:00. Að venju er boðið upp á ókeypis barnapössun í bóksasafninu í Gerðubergi gegn skráningu á vef Eflingar (sjá eyðublað hér fyrir neðan). Streymt verður af fundinum á Facebook síðu Eflingar. Túlkað verður milli ensku og íslensku á skjá meðan á fundi stendur.

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere