Select Page

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Á þinginu féllu atkvæði þannig  að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt. „Ég vil óska Drífu Snædal innilega til hamingju með glæsilegan sigur “, sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilefni af þessu. „Drífa hefur verið talsmaður verkafólks, láglaunakvenna og aðflutts verkafólk og því fagna ég því mjög að hún muni leiða Alþýðusamband Íslands. Svo hljótum við öll að gleðjast yfir því að í fyrsta skipti í hundrað og tveggja ára sögu sambandsins er nú kona forseti. Sögulegur dagur “.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere