Efling – stéttarfélag boðar til opins fundar í Gerðubergi laugardaginn 3. nóvember nk. um kröfugerðir Eflingar og SGS. Fundurinn hefst klukkan 14.30 og er hugsaður fyrir Eflingarfélaga af erlendum uppruna en opinn öllum. Fundurinn verður á ensku en textatúlkun á íslensku verður á skjá á meðan á fundi stendur.Félagar úr stjórn Eflingar, Jamie McQuilkin og Anna Marjankowska, ásamt sviðsstóra félagssviðs Eflingar, Maxim Baru, ræða saman um komandi kjarasamningaviðræður.Hverjar eru þessar kröfur? Hverju munu þær breyta? Hvernig náum við þeim fram?Boðið verður upp á köku og kaffi í lok fundar sem lýkur eigi síðar en klukkan 16:00. Að venju er boðið upp á ókeypis barnapössun í bóksasafninu í Gerðubergi gegn skráningu á vef Eflingar (sjá hér fyrir neðan). Streymt verður af fundinum á Facebook síðu Eflingar.