Select Page

Verkalýðsbarátta í tengihagkerfinu- Lærum af reynslu Uber bílstjóra í London

Laugardaginn 10 nóvember stendur Efling stéttarfélag fyrir fundi um erfiðleikana sem verktakar, undirverktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Gabrielle Jeliazkov sem er með mikla reynslu af verkalýðsbaráttu bílstjóra  og veitingahúsastarfsmanna á Bretlandi mun varpa ljósi á þau vandamál sem upp koma og hvernig má leysa þau.

Bílstjórar sem unnu fyrir Ubereats og Deliveroo í London eru ráðnir sem undirverktakar, sem þýðir að þeir eru utan laga stéttarfélaga í Bretlandi og hafa ekki rétt á bótum, stéttarfélagsgreiðslum eða öðrum réttindum sem hefðbundnir launþegar hafa.  Alþjóðaleg samtök iðnverkamanna (Industrial Workers of the world couriers network) voru stofnuð til að samræma verkfallsaðgerðir í kjölfar mikilla mótmæla og verkfalla sem efnt var til vegna lækkunar á greiðslum til sendla hjá Ubereats og Deliveroo.

Í Bretlandi rétt eins og á Íslandi er nauðsynlegt að þróa og uppfæra aðgerðaráætlun sem taka á þeim vandamálum sem upp koma vegna verktakasamninga og samninga lausavinnufólks. Þar sem bílstjórum er þröngvað í ótryggar vinnuaðstæður, þá virka verkföllin sem lærdómsleið til að ræða úrræði/aðgerðir vegna fyrirtækja með óskráða verkamenn, samningaviðræðna við alþjóðleg fyrirtæki, og verkfalla/samstöðu á milli atvinnugreina.

Gabrielle mun gefa kynningu á þessum málefnum og ræða reynslu sína og svo verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Fundurinn hefst 14:30 í Gerðubergi og lýkur eigi síðar en klukkan 16:00

Boðið verður upp á köku og kaffi í lok fundar og að venju er boðið upp á ókeypis barnapössun í bóksasafninu í Gerðubergi gegn skráningu á vef Eflingar.

Streymt verður af fundinum á Facebook síðu Eflingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere