Gerðubergsfundur Eflingar: Kjör láglauna kvenna eru óásættanleg!

19. 11, 2018

Kjör láglaunakvenna: Óásættanlegur raunveruleikiEfling – stéttarfélag boðar til fundar í Gerðubergi þann 24. nóvember næstkomandi með Hörpu Njáls félagsfræðingi. Harpa er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum láglaunafólks á Íslandi. Á fundinum mun Harpa flytja erindi um óviðunandi kjör láglaunakvenna af íslenskum og erlendum uppruna, sem hlið við hlið vinna einhver vanmetnustu störf samfélagsins. Mun Harpa þar koma inn á þá launastefnu sem rekin hefur verið hjá hinu opinbera, ríki og borg, sem valdið hefur eilífðarbaráttu, skorti og fátækt. Spurt verður: Hvað veldur láglaunastefnu gagnvart þessum hópi til fjölda ára?Stuttar pallborðsumræður verða að loknum fundinum, en í pallborði ásamt Hörpu sitja Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands og Kolbrún Valvesdóttir stjórnarmaður í Eflingu og starfskona í aðhlynningu. Fundi stýrir Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélags Suðurlands.Boðið er upp á ókeypis barnagæslu á bókasafninu í Gerðubergi gegn fyrirfram skráningu á vef Eflingar. Boðið verður upp á kaffi og köku að fundi loknum. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook síðu Eflingar. Boðið verður upp á textatúlkun á ensku á skjá.