Færðu ekki almennilegt vaktaplan?
Er ekkert svigrúm fyrir veikindi?
Færðu ekki greitt yfirvinnukaup?
Er yfirmaðurinn að innleiða nýjar og handahófskenndar reglur og vinnuaðferðir?
Við getum komið á fót öflugum samstöðufélögum starfsfólks á veitingastöðum og verndað þannig starfsfólk og bætt kjör þeirra.
Laugardaginn 9. febrúar ætla þau Kevin Ray og Marianne Garneau að segja frá reynslu sinni af stofnun Stardust Family United, verkalýðsfélagi hinna syngjandi þjóna sem starfa á heimsþekktum veitingastað á Times Square í New York – Ellen‘s Stardust Diner. SFU er verkalýðsfélag sem byggir á þátttökulýðræði, sem þýðir að starfsfólkið sjálf tekur ákvarðanir um hvaða mál eru tekin fyrir og tekst svo á við þau mál með beinum aðgerðum. Frá árinu 2016 hefur SFU náð fram launahækkunum, öryggisumbótum sem og ýmsum öðrum bótum á kjörum og vinnuskilyrðum.
Stardust Family United var stofnað snemma vorið 2016, í kjölfarið á því að nýir stjórnendur tóku við rekstrinum á Ellen‘s Stardust Diner. Nýju stjórnendurnir hófust handa við að innleiða nýjar og handahófskenndar reglur í þeim tilgangi að fæla á brott starfsfólk með áratuga starfsaldur hjá fyrirtækinu. Nokkrir starfsmenn byrjuðu þá að safna stuðningi við stofnun samstöðufélags starfsfólks á vinnustaðnum. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi verkafólks (IWW) og tilgangur þess er að vernda starfsfólk og varðveita og bæta kjör þeirra. Þeim tókst að endurheimta „tip bucket“ (baukur fyrir þjórfé) og rétt starfsfólks til að snúa aftur til vinnu. Þegar stjórnendur heyrðu um þessar aðgerðir og fóru að fiska eftir upplýsingum um forystu félagsins, sneru SFU sér til New York Times, sem fjallaði um málið. Haft var eftir eigandanum að hann vildi eiga samstarf við starfsfólkið, en skömmu síðar rak hann 16 manns úr starfsliðinu og svo sextán til viðbótar í janúar 2017. Þjónarnir héldu áfram að safna stuðningi innan veitingastaðarins, settu á svið tónlistarmótmæli fyrir utan staðinn, og fóru auk þess í umfangsmikla herferð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þeir höfðuðu einnig mál fyrir dómstólum og unnu málið fyrir landsnefnd vinnumála – starfsfólkið sem hafði verið rekið fékk aftur starfið sitt ásamt afturreiknuðum launum. Síðan þá hefur félagið haldið áfram að eflast og stækka, og hefur náð fram launahækkunum fyrir veitingafólk og kokka, sem og öryggisumbótum fyrir allt starfsfólk.
Marianne Garneau er skipuleggjandi hjá Alþjóðasambandi verkafólks. Hún er formaður fræðsluráðs sambandsins. Hún er með doktorsgráðu í stjórnmálaheimspeki frá The New School for Social Research. Marianne býr í New York ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.
Kevin Ray er lagahöfundur/söngvari og aðgerðasinni á sviði verkaðlýsmála. Hann er upprunalega frá Los Angeles. Hann hefur starfað sem syngjandi þjónn hjá Ellen‘s Stardust Diner í New York í nærri 14 ár. Hann var einn stofnenda verkalýðsfélagsins Stardust Family United árið 2016. Síðan þá hefur hann átt stóran þátt í að ná fram llaunahækkunum, endurráðningum og sáttagreiðslum fyrir starfsfólk Ellen‘s Diner. Hann hefur hjálpað til við að gera félagið að því mikilvæga afli sem það er í dag.
Komdu og fáðu hugmyndir um hvernig þú getir haft meira að segja um starfsumhverfi þitt og kjör!
Laugardaginn 9 febrúar kl. 15-17 á fjórðu hæð í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík