Select Page

Skipulagning innflytjenda í Japan – Lexíur fyrir Ísland

Efling býður þér á fyrirlestur þriggja skipuleggjenda frá virkasta stéttarfélagi Japan, Tozen! Félagið hefur farið oftar í verkfall en nokkurt annað stéttarfélag í landinu. Félagið byggir á grasrótarlýðræði og gagnsæi og er eina félagið af sínu tagi í Japan sem er stýrt af útlendingum.

Sunnudaginn 3. mars kl. 14.30 í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1. 

Efnisatriði fyrirlestrarins verða: Sagan af Tozen, Skipulag félagsins, Sögur af skipulagningu vinnustaða, og Spurningar og svör.

Fyrirlesarar eru:

  • Louis Carlet, stofnandi Tozen, skipuleggjandi og fjármálastjóri.
  • Gerome Rothman, vettvangsstjóri og skipuleggjandi. Hann sér um kjaramál tíu svæðisdeila, þar á meðal deildir fyrir fréttastofuna Japan Times og fyrir Apple.
  • Hifumi Okunuki, framkvæmdastjóri Tozen. Hún kennir lögfræði verkalýðsfélaga, velferðarkerfis og um stjórnarskrána við kvennaháskólann í Sagami.

———————————————————————

Aðferðir í skipulagningu vinnustaða

Stendur þú í stappi við yfirmanninn þinn? Er verið að brjóta samninginn þinn og snuða þig um réttindi?

Félagssvið Eflingar býður þér á gestafyrirlestur Louis Carlet og Gerome Rothman, skipuleggjenda frá stéttarfélaginu Tozen í höfuðborg Japan. Félaginu er stýrt af innflytjendum þar í landi. Félagið er þekkt fyrir sterkt innra lýðræði, gagnsæi og fjölþjóða þátttöku. Tozen hefur boðað lögleg verkföll oftar en nokkuð annað stéttarfélag í Japan.

Lærum af þeim – mættu á fræðsluna í boði Eflingar.

Þriðjudaginn 5. mars í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1, kl. 19.00.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere