Fyrirlesarar frá japanska stéttarfélaginu Tozen

14. 02, 2019

Skipulagning innflytjenda í Japan – Lexíur fyrir Ísland

Efling býður þér á fyrirlestur þriggja skipuleggjenda frá virkasta stéttarfélagi Japan, Tozen! Félagið hefur farið oftar í verkfall en nokkurt annað stéttarfélag í landinu. Félagið byggir á grasrótarlýðræði og gagnsæi og er eina félagið af sínu tagi í Japan sem er stýrt af útlendingum.

Sunnudaginn 3. mars kl. 14.30 í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1. 

Efnisatriði fyrirlestrarins verða: Sagan af Tozen, Skipulag félagsins, Sögur af skipulagningu vinnustaða, og Spurningar og svör.

Fyrirlesarar eru:

  • Louis Carlet, stofnandi Tozen, skipuleggjandi og fjármálastjóri.
  • Gerome Rothman, vettvangsstjóri og skipuleggjandi. Hann sér um kjaramál tíu svæðisdeila, þar á meðal deildir fyrir fréttastofuna Japan Times og fyrir Apple.
  • Hifumi Okunuki, framkvæmdastjóri Tozen. Hún kennir lögfræði verkalýðsfélaga, velferðarkerfis og um stjórnarskrána við kvennaháskólann í Sagami.

———————————————————————

Aðferðir í skipulagningu vinnustaða

Stendur þú í stappi við yfirmanninn þinn? Er verið að brjóta samninginn þinn og snuða þig um réttindi?

Félagssvið Eflingar býður þér á gestafyrirlestur Louis Carlet og Gerome Rothman, skipuleggjenda frá stéttarfélaginu Tozen í höfuðborg Japan. Félaginu er stýrt af innflytjendum þar í landi. Félagið er þekkt fyrir sterkt innra lýðræði, gagnsæi og fjölþjóða þátttöku. Tozen hefur boðað lögleg verkföll oftar en nokkuð annað stéttarfélag í Japan.

Lærum af þeim – mættu á fræðsluna í boði Eflingar.

Þriðjudaginn 5. mars í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1, kl. 19.00.