Efling – stéttarfélag efnir til fundar um nýja skýrslu eftir Stefán Ólafsson og Indriða H. Þorláksson, Sanngjörn skattbyrði – hvernig leiðrétta má stóru skattatilfærsluna án þess að veikja velferðarkerfið.
Fundurinn fer fram fimmtudaginn 7. febrúar kl. 8.30 – 10.00 á Grand hótel Reykjavík, Hvammi.
Dagskrá
- Setning – Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
- Sanngjörn skattbyrði – Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson
- Að kynningu lokinni sitja höfundar fyrir svörum
Boðið verður upp á skjátúlkun á ensku/íslensku.
Skýrslan er samin að beiðni Eflingar – stéttarfélags. Í henni er gerð grein fyrir helstu orsökum og afleiðingum af þróun skattbyrðar beinna skatta og lagðar fram hugmyndir eða tillögur um hvernig breyta megi skattkerfinu til að bæta stöðu lágtekjufólks.
Í skýrslunni er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi á Íslandi en nú er. Tillögurnar leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem orðið hefur og færa láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði.
Boðið upp á morgunmat frá kl. 8.00.