Select Page

Efling – stéttarfélag kallar eftir tilnefningum til setu í fulltrúaráði Gildis – lífeyrissjóðs. Meðlimir fulltrúaráðs fara með atkvæðisrétt á ársfundi Gildis, en hann verður haldinn 11. apríl næstkomandi. Af þeim 80 fulltrúum sem sitja í fulltrúaráði fyrir hönd stéttarfélaga skipar Efling 57 og er sá hlutur reiknaður út frá vægi iðgjalda sem félagsmenn Eflingar greiða til sjóðsins.

Fulltrúaráð er skipað til tveggja ára í senn. Um hlutverk og skipun fulltrúaráðs fer nánar tiltekið eftir samþykktum Gildis sem sjá má á heimasíðu sjóðsins.

Allir fullgildir félagsmenn Eflingar geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Uppstillingarnefnd Eflingar tekur við tilnefningum á netfangið efling@efling.is merkt „Tilnefning til fulltrúaráðs Gildis“. Tilnefningar óskast sendar eigi síðar en 12 á hádegi miðvikudaginn 13. mars.

Uppstillingarnefnd mun mæla með lista fulltrúa við trúnaðarráð Eflingar sem samþykkir endanlegan lista. Fyrsti fundur nýs fulltrúaráðs Gildis er áætlaður miðvikudaginn 20. mars.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere