Select Page

Efling – stéttarfélag hefur aflýst boðuðum verkfallsaðgerðum 28. og 29. mars sem hefjast áttu innan örfárra klukkutíma.

Efling aflýsir aðgerðunum í ljósi þess að viðræðugrundvöllur hefur loksins reynst vera til staðar af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Þetta kom fram í viðræðum SA við formenn samflotsfélaga í Karphúsinu síðdegis í dag.

Aðrir þættir boðaðrar verkfallsáætlunar félagsins standa, en næstu boðuðu sólarhringsverkföll félagsins eru næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Strætisvagnar í rekstri Kynnisferða hefja einnig háannatímaverkföll á mánudaginn í næstu viku. Efling biður félagsmenn að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum yfir helgina.

Efling þakkar félagsmönnum, starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt í undirbúning og framkvæmd verkfallsaðgerða, sem nú hafa skilað takmörkuðum en þýðingarmiklum árangri.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere