Strætó verkföll hefjast 1. apríl

31. 03, 2019

Strætó verkföll 1.-5. apríl

Bílstjórar sem keyra Strætó og vinna fyrir Almenningsvagna Kynnisferða eru að fara í vinnustöðvun í 4 klst. á dag frá og með 1. apríl eins og hér segir:

Vinnustöðvun gengur yfir leiðir númer 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36

Öll vinna er lögð niður dag hvern frá klukkan 07:00 til 09:00 að morgni og aftur frá klukkan 16:00 til 18:00 síðdegis.

Leiðirnar sem um ræðir munu stöðva á þessum tímum á þrem stærstu stoppistöðvunum:

·         Hlemmur

·         Hamraborg

·         Mjódd

Frá og með 1. apríl 2019 til og með 1. maí 2019 að frátöldum laugardögum og sunnudögum.

Bílstjórar munu leggja strætisvögnunum og mynda kröfustöðu fyrir utan þessar stoppistöðvar og við hvetjum ykkur til að sýna þeim samstöðu og skilning.

Þetta er fólkið sem keyrir okkur samviskusamlega alla daga í vinnu, skóla, á sjúkrahús og hvert sem för okkar er heitið. Þeir bera mikla ábyrgð og eru á lágmarkslaunum í erfiðisvinnu sem tekur sinn toll af öryggi þeirra og líðan.

Bílstjórarnir eru að berjast fyrir betri launum, mannsæmandi starfsumhverfi, virðingu vinnuveitenda sinna og aukinni aðkomu að ákvarðanatöku.

Barátta þeirra er barátta okkar allra, verkfall þeirra er okkar verkfall.

Styðjum við strætóbílstjóra í verkfalli.

 Verkfallsbrot eru litin alvarlegum augum. Ef þið verðið var við þessar leiðir í akstri á þessum tímum má senda póst á verkfallsbrot@efling.is