Select Page

Sýnum samstöðu okkar í verki og mætum á baráttufund þann 1. maí. Yfirskrift fundarins í ár er Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla.

Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00.

Ræðumenn á torginu verða þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð en hann hefur stýrt fundinum síðustu ár. Tónlistaratriði verða í höndum Bubba Morthens og GDRN.

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum.

Þegar fundinum lýkur

  • Kaffið býður þín í Valsheimilinu

Að lokinni kröfugöngu og baráttufundi á Ingólfstorgi býður Efling-stéttarfélag upp á kaffiveitingar í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Origo höllinni.

Að vanda verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Ýmis afþreying verður í boði fyrir krakka, myndabox (photobooth), andlitsmálning og blöðrulistamaður.

Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum og mæta í Valsheimilið þar sem ungir sem aldnir geta notið góðra veitinga og spjallað við vinnufélaga, vini og kunningja.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere