1. maí 2019

26. 04, 2019

Sýnum samstöðu okkar í verki og mætum á baráttufund þann 1. maí. Yfirskrift fundarins í ár er Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla.

Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00.

Ræðumenn á torginu verða þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð en hann hefur stýrt fundinum síðustu ár. Tónlistaratriði verða í höndum Bubba Morthens og GDRN.

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum.

Þegar fundinum lýkur

  • Kaffið býður þín í Valsheimilinu

Að lokinni kröfugöngu og baráttufundi á Ingólfstorgi býður Efling-stéttarfélag upp á kaffiveitingar í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Origo höllinni.

Að vanda verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Ýmis afþreying verður í boði fyrir krakka, myndabox (photobooth), andlitsmálning og blöðrulistamaður.

Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum og mæta í Valsheimilið þar sem ungir sem aldnir geta notið góðra veitinga og spjallað við vinnufélaga, vini og kunningja.