Í tilefni af útkomu rannsóknarskýrslunnar Innflytjendur í ferðaþjónstu – drifkraftur vaxtar og hagsældar, umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði, boðar Mirra, til hádegisfundar þar, sem dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mun kynna helstu niðurstöður samnefndrar rannsóknar sinnar.
Fundurinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 12.00-13.15.
Í rannsókninni var rýnt í hlutdeild innflytjenda í stærstu atvinnugrein landsins: ferðaþjónustunni þar sem starfsfólk á hótelum, rútufyrirtækjum/ferðaskrifstofum og bílaleigum var skoðað sérstaklega. Greint verður frá margbreytilegri samsetningu hópanna, sem til rannsóknar voru og þær niðurstöður skoðaðar í ljósi kenninga um etnískt lagskiptann vinnumarkað. Rannsóknarniðurstöður eru lýsandi dæmi um þær grundvallarbreytingar sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði með hraðvaxandi fjölgun innflytjenda. Breytingunum fylgja fjölmargar áskoranir – fyrir yfirvöld, aðila vinnumarkaðarins, ferðaþjónustuna og samfélagið í heild. Rannsóknin varpar ljósi á þessar áskoranir og vekur upp gagnrýnar spurningar þar að lútandi.
Dagskrá:
12:00 – 12:05 – Tatjana Latinovic, formaður Innflytjendaráðs ávarpar gesti.
12:05 – 12:45 – dr. Hallfríður Þórarinsdóttir kynnir helstu niðurstöður rannsóknar.
12:45 – 13:15 – Umræður og fyrirspurnir úr sal.
Kynningin er öllum opin.