Helstu atriði nýs kjarasamnings

Varðandi launagreiðslur félagsmanna Eflingar-stéttarfélags 1. maí 2019

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. apríl síðastliðnum.
Mánaðarlaun allra starfsmanna hækka um 17.000 kr. fyrir dagvinnu og lágmarkstekjur fyrir fullt starf hækka í 317.000 kr. Nýja launatöflu má sjá hér. 

Tímakaup í dagvinnu hækkar um 98,08 kr/klst það er 17.000/173,33 en um 98,84 kr/klst fyrir þá sem fara eftir Kjarasamning SA og Eflingar vegna hótels- og veitingahúsa það er 17.000/172.

Orlofsuppbót 2019 og eingreiðsla sem álag á orlofsuppbót samtals að upphæð 76.000 kr. (50.000 + 26.000) greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

————————————————————-

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 eða í 3 ár og 8 mánuði.

Hækkanir mánaðarlauna þeirra sem starfa á kauptöxtum miðað við fullt starf

  • apríl 2019: 17.000 kr.
  • apríl 2020 24.000 kr.
  • janúar 2021 24.000 kr.
  • janúar 2022 25.000 kr.

Hækkanir mánaðarlauna þeirra sem eru ofan við kauptaxta miðað við fullt starf

  • apríl 2019: 17.000 kr.
  • apríl 2020: 18.000 kr.
  • janúar 2021: 15.750 kr.
  • janúar 2022: 17.250 kr.

Kjaratengdir liðir samningsins, t.d. bónusar, hækka um 2,5% á sömu dagsetningum og hækkanir mánaðarlauna nema um annað sé samið.

Lágmarkstekjutrygging

Í samningnum verður lágmarkstekjutrygging, sem tryggir lágmarks mánaðarlaun fyrir fulla vinnu að meðtöldum álögum, bónusum og aukagreiðslum.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf:

  • apríl 2019: 317.000 kr.
  • apríl 2020: 335.000 kr.
  • janúar 2021: 351.000 kr.
  • janúar 2022: 368.000 kr

Hagvaxtartengdar launahækkanir

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launahækkun að gefinni ákveðinni þróun hagvaxtar á hvern íbúa. Þessi tenging við hagvöxt tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.

Hagvaxtartengdar launahækkanir koma til áhrifa 1. maí árin 2020, 2021, 2022 og 2023 og byggjast á hagvaxtartölum ársins á undan, reiknuðum af Hagstofunni.

Hækkun hagvaxtar á íbúa milli ára Launahækkun á taxta Launahækkun á laun ofan við taxta
1.00-1.50% 3.000 kr. 2.250 kr.
1.51-2.00% 5.500 kr. 4.125 kr.
2.01-2.50% 8.000 kr. 6.000 kr.
2.51-3.00% 10.500 kr. 7.875 kr.
Meira en 3.00% 13.000 kr. 9.750 kr.

Desemberuppót fyrir fullt starf (var 89.000 kr. 2018)

  • 2019 92.000 kr.
  • 2020 94.000 kr.
  • 2021 96.000 kr.
  • 2022 98.000 kr.

Orlofsuppbót fyrir fullt starf hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

  • 1. maí 2019 50.000 kr.
  • 1. maí 2020 51.000 kr.
  • 1. maí 2021 52.000 kr.
  • 1. maí 2022 53.000 kr.

Eingreiðsla

Eingreiðsla upp á 26.000 kr. kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Launaþróunartrygging

Launaþróunartrygging kemur til áhrifa verði launahækkanir, í prósentum, á almenna markaðnum hærri en launahækkanir samkvæmt samningi. Launaþróunartrygging greiðist sem krónutöluhækkun og bætist ofan á kauptaxta.

Forsendur kjarasamninganna

Forsendur kjarasamninganna eru að kaupmáttur launa aukist á samningstímabilinu, vextir lækki verulega og haldist lágir út samningstímann og að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Heimilt er að segja upp samningi ef forsendur bresta.

Rafræn atkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn er rafræn og hefst föstudaginn 12. apríl kl. 13.00 og lýkur þriðjudaginn 23. apríl kl. 16.00. Ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu SGS, www.sgs.is, og einnig á heimsíðum einstakra félaga. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá hverju félagi fyrir sig. Hafðu áhrif — nýttu atkvæðið þitt!

Lífskjarasamningurinn 2019-2022

Breytingar á aðalkjarasamningi og veitingasamningi Eflingar – stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins

HEIMASÍÐA ASÍ

HEIMASÍÐA SGS

————————————————–

UMFJÖLLUN Á RÚV

UMFJÖLLUN Á MBL.IS 

UMFJÖLLUN Á VISIR.IS

UMFJÖLLUN Á KJARNANUM