Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 í kvöldfréttum 31. mars

Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 í kvöldfréttum 31. mars vill Efling – stéttarfélag koma því á framfæri að orð Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar um viðræður um vinnutímabreytingar voru með öllu rangtúlkuð af fréttamanni.

Framkvæmdastjóri Eflingar sagði í viðtali að steytt hefði á umræðum um vinnutímabreytingar en að sá ásteytingarsteinn væri nú úr vegi. Með því átti hann við að vinnutímabreytingar væru ekki lengur til viðræðu, líkt og hefur verið krafa Eflingar og samflotsfélaga.

Fréttamaður misskildi orð Viðars á þann veg að samkomulag um vinnutímabreytingar væri í bígerð eða jafnvel í höfn, en slíkt er algjörlega úr lausi lofti gripið. Frétt um efnið hefur verið leiðrétt á Visir.is