Select Page
Það var mikil gleði á vorfagnaði Eflingar þegar eldri félagsmenn mættu saman í hið árlega kaffiboð félagsins í Gullhömrum þann 5. maí sl. Hljómfagrir tónar mættu félagsmönnum og gestum þeirra þegar þeir mættu í hús því eins og fyrri ár spilaði Kristján Guðmundsson á flygilinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpaði félagsmenn og var vel tekið. Sigríður Thorlacius söngkona tók síðan nokkur vel valin lög áður en byrjað var á glæsilegum veitingum. Að endingu hélt Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð uppi stuðinu en hann leiddi fjöldasöng og tók salurinn vel undir.
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere