Gleðin ríkti á vorfagnaði

[et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“0|0px|54px|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ custom_padding=“0|0px|27px|0px|false|false“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.47″][et_pb_text _builder_version=“3.0.74″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“]Það var mikil gleði á vorfagnaði Eflingar þegar eldri félagsmenn mættu saman í hið árlega kaffiboð félagsins í Gullhömrum þann 5. maí sl. Hljómfagrir tónar mættu félagsmönnum og gestum þeirra þegar þeir mættu í hús því eins og fyrri ár spilaði Kristján Guðmundsson á flygilinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpaði félagsmenn og var vel tekið. Sigríður Thorlacius söngkona tók síðan nokkur vel valin lög áður en byrjað var á glæsilegum veitingum. Að endingu hélt Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð uppi stuðinu en hann leiddi fjöldasöng og tók salurinn vel undir.
[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“20870,20867,20845,20855,20852,20858,20861,20864″ show_title_and_caption=“off“ _builder_version=“3.19.14″][/et_pb_gallery][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]