Select Page

Agnieszka Ewa Ziólkowska nýkjörinn varaformaður Eflingar kom á starfsmannafund hjá félaginu í morgun og heilsaði upp á starfsfólk. Agniezska er fyrsti einstaklingurinn af erlendu bergi brotinn sem er kjörinn í þetta ábyrgðastarf.

Agnieszka kemur frá Póllandi og hefur búið og starfað á Íslandi sl. 12 ár, fyrst við þrif hjá ISS og svo sem strætóbílstjóri hjá Almenningsvögnum Kynnisferða. Þar var hún trúnaðarmaður í fjögur ár og starfsfólk þar er nú með best skipulögðu hópum félagsmanna stéttarfélagsins.

„Þetta er söguleg stund, þegar kona af erlendum uppruna tekur við varaformannsembætti í íslensku stéttarfélagi, en helmingur félagsmanna Eflingar er aðflutt verkafólk. Það er tímabært að stéttarfélög endurspegli sinn félagsskap“, segir Sólveig Anna.

Efling býður Agnieszku hjartanlega velkomna til starfa.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere