Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

13. 05, 2019

Trúnaðarmenn eru augu og eyru stéttarfélagsins á hverjum vinnustað og gegna mikilvægu hlutverki við að gæta þess að öllum réttindum og skyldum skv. kjarasamningi sé fylgt. Það er mikilvægt að það sé að minnsta kosti einn trúnaðarmaður á hverjum vinnustað þar sem vinna fleiri en fimm, einhver sem samstarfsmenn treysta og geta leitað ráða hjá ef þarf.

Ef þig langar að gerast trúnaðarmaður á þínum vinnustað eða vilt að við komum og aðstoðum við trúnaðarmannakosningu þá máttu endilega hafa samband við Félagssvið Eflingar á felagssvid@efling.is eða í síma 510-7500.