ERT ÞÚ SUMARSTARFSMAÐUR?

28. 06, 2019

Þekkir þú réttindi þín?Sumarstarfsfólk hefur verið að leita til Eflingar undanfarið með spurningar varðandi réttindi sín. Hér eru nokkur atriði sem skipta máli fyrir sumarstarfsfólk:ORLOFSLAUNÞú átt alltaf rétt á orlofslaunum! Það á líka við ef þú tekur þér ekki sumarfrí. Orlofslaunin eiga aldrei að vera hluti af laununum þínum heldur bætast þau við öll önnur laun og eiga að vera sundurliðuð á launaseðli. Þau eru annaðhvort borguð inn á sérstakan orlofsreikning eða sem orlofstímar.LAUNASEÐILLSkrifaðu niður alla tímana sem þú vinnur og vertu viss um að fá launaseðil. Á launaseðli geturðu séð fyrir hve marga tíma þú ert að fá greitt. Við mælum með því að bera alltaf saman tímana sem þú hefur skrifað niður og tímana sem skráðir eru á launaseðli til að sjá hvort tímarnir hafi verið rétt skráðir.RÁÐNINGARSAMNINGURFáðu ráðningarsamning. Á ráðningarsamningi koma fram mikilvægar upplýsingar um réttindi þín, laun og skyldur.JAFNAÐARKAUPEr verið að borga þér jafnaðarkaup? Ef svo er þá er verið að borga þér sama tímakaup alla daga ársins og fyrir hvaða tíma sólahringsins sem er. Sumarstarfsfólk er yfirleitt að vinna mikið um kvöld og helgar og þá er eðlilegast að fá yfirvinnu greidda.Ef þú vilt nánari upplýsingar hafðu samband við Eflingu í netfangið efling@efling.is