Félagsliðabrú – nám

Félagsliðabrú er ætluð er fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu og er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar         8 einingar á hverri önn.

Félagsliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðnir     22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.

Ný önn hefst 2. september til 16. desember 2019. Kennt er á mánudögum frá kl. 16:30–20:15 og þremur laugardögum á önninni, 14. sept., 19. okt. og 30.  nóvember.Kennsla fer fram hjá Mími símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið fraedslusjodur@efling.isNámið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem vinna við umönnun og er þeim að kostnaðarlausu.