Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?

30. 08, 2019

Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwhich háskóla, kynna það hvernig jöfnuður getur haft jákvæð og mismunandi efnahagsleg áhrif á opnum fyrirlestri í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 6. september kl. 12.00 – 13.00.Gjarnan ber á því viðhorfi í opinberri umræðu að efnahagnum stafi sérstök ógn af launahækkunum til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þetta viðhorf er jafnvel sett fram sem einhvers konar óyggjandi sannleikur. Hagfræðingar eru þó alls ekki á eitt sáttir um þetta og munu þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwhich háskóla, kynna það hvernig jöfnuður getur haft jákvæð og mismunandi efnahagsleg áhrif. Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík mun stýra opnum umræðum í kjölfar fyrirlestursins.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands frá kl. 12–13 föstudaginn 6. september næstkomandi.Alexander Guschanski tók við stöðu lektors hjá Greenwich háskóla í ágúst 2018. Hann nam BSc í hagfræði við Freie Universität í Berlín, MA í stjórnmálahagfræði við Kingston háskóla í London og doktor í hagfræði við Greenwich háskóla.Rannsóknir hans í vinnumarkaðshagfræði rekja orsakir tekjudreifingar og atvinnuleysis. Rannsóknir hans í alþjóðahagfræði miðast að orsökum efnahagslegs ójafnvægis á heimsvísu. Stór hluti gagnavinnslu hans byggir á rekstrarhagfræðilegum greiningum á gögnum á vettvangi iðngeira og fyrirtækja.Áður en Rafael Wildauer kom til starfa í deild alþjóðlegra viðskipta og hagfræði við Greenwich háskóla starfaði hann sem lektor í rekstrarhagfræði við viðskiptafræðideild Kingston háskóla. Hann útskrifaðist doktor í hagfræði frá Kingston háskóla undir leiðsögn Engelbert Stockhammer og lauk bakkalár og meistaranámi í hagfræði við Vínarháskóla.Rannsóknir Rafael Wildauer eru á fjórum sviðum. Fyrst má nefna rannsóknir á áhrifum sem breytingar í tekjudreifingu hafa á hagvöxt og skuldsetningu heimila. Í öðru lagi tölfræðileg greining á dreifingu auðlegðar heimilanna, byggt á könnunum. Í þriðja lagi þróun þjóðhagfræðilegra líkana til að útbúa spár og greina uppbyggingarstefnu. Loks greining þjóðhagsreikninga, þar sem litið er til takmarkana í mælingu á velferð heimila frekar en á tekjum og útgjöldum, sem og á bjaganir í landsframleiðslu og viðskiptagögnum vegna skattaundanskota fyrirtækja.