Fagnámskeið I: hefst 24. september til 26. nóvember 2019. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 15:45 -18:50.
Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið fraedslusjodur@efling.isNámskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa við greinina og er þeim að kostnaðarlausu.Íslenskustuðningur í námi – Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem vilja taki stöðupróf í upphafi til að kanna þekkingu þeirra á íslensku. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna. Samtals 20 stundir (kennsludagur í samkomulagi við nemendur).Fagnámskeið II: hefst 21. janúar til 17. mars 2020. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 15:45 -18:50.Matsveinanám er 2 annir í skóla. Fagnámskeiðin eru metin sem hluti af matsveinanámi. Einnig er möguleiki á raunfærnimati sem er valkostur fyrir starfsmenn 23 ára og eldri og með 3 ára starfsreynslu. Staðfestingu á færni getur einstaklingur notað til styttingar á námi.Matsveinanám gefur ákveðin starfsréttindi. Matartækninám er 1 önn til viðbótar. Sjá nánar á heimsíðu skólans, www.mk.is