Efling – stéttarfélag býður félagsmönnum að gefa kost á sér til setu sem fulltrúar félagsins á 7. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem fram fer dagana 24.-25. október næstkomandi.Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að senda inn tilnefningu á netfangið felagssvid@efling.is, í síma 510-7500 eða með því að koma á skrifstofur félagsins í Guðrúnartúni. Tilnefning þarf að berast fyrir klukkan 12 á hádegi mánudaginn 23. september. Félagsmönnum er heimilt að tilnefna félagsmenn aðra en sjálfan sig. Óskað er eftir að eftirfarandi upplýsingar komi fram í tilnefningu:
- Nafn og kennitala
- Sími
- Netfang
- Vinnustaður og/eða starfsgrein sem viðkomandi óskar eftir að vera fulltrúi fyrir (ekki skilyrði)
- Reynsla, þekking eða annað sem viðkomandi vill láta koma fram (ekki skilyrði)
Formaður Eflingar mun á grunni tilnefninga gera tillögu að lista yfir þingfulltrúa Eflingar. Við smíði þeirrar tillögu verður tekið tillit til reynslu og hæfni einstaklinga en einnig þess að listinn endurspegli félagið í heild með hliðsjón af aldri, kyni, uppruna og fleiri þáttum. Tillaga formanns að lista mun í kjölfarið liggja frammi á skrifstofum Eflingar til skoðunar og gefst frestur til 1. október að leggja inn mótframboð.Þing Starfsgreinasambandsins er æðsta vald í málefnum þess og er haldið á tveggja ára fresti. Aðildarfélög senda mismarga fulltrúa á þingið reiknað eftir fjölda félagsmanna og mun Efling að þessu sinni eiga 60 fulltrúa. Samtals sitja 135 fulltrúar launafólks á þinginu og móta þeir stefnu SGS og kjósa forystu þess.Þingið er haldið á Icelandair Hótel Natura 24. október kl. 10:0-16:00 og 25 október kl. 9:00-16:00