Select Page

Vel var mætt á kynningarfund um réttindi og skyldur á vinnumarkaði sem haldinn var á pólsku í gær hjá Eflingu.
Wieslawa Vera Lupinska, kjaramálafulltrúi Eflingar fór yfir helstu atriði kjarasamningsins, veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að fara yfir það hvaða réttindi félagsmenn eiga í sjóðum félagsins.

Fundurinn er liður í því að veita erlendum félagsmönnum upplýsingar um réttindi þess á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Af góðri aðsókn að dæma er ljóst að mikil þörf er á slíkum fundum og mun félagið standa fyrir fleiri slíkum í framtíðinni. Í næstu viku verður samskonar fundur haldinn á ensku fyrir félagsmenn, nánari upplýsingar um þann fund má finna hér.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere