Select Page

Ertu hress og þjónustulundaður og langar að vinna hjá einu öflugasta stéttarfélagi landsins? Efling stéttarfélag leitar að móttökufulltrúa í fullt starf á skrifstofum félagsins sem getur hafið störf sem fyrst. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Helstu verkefni
• Móttaka og afgreiðsla félagsmanna
• Símsvörun
• Almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur
• Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
• Góð tölvukunnátta (office 365)
• Lausnamiðuð hugsun
• Góð tök á íslensku og ensku
• Pólskukunnátta mikill kostur

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins með hátt í 30.000 félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Félagið stendur vörð um réttindi og berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna.

Umsóknarfrestur til: 12. nóvember 2019
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere