Select Page

Efling- stéttarfélag boðar til félagsfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18.00 í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Dagskrá:

  • Opnunarorð: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði kynnir skýrslu um tengsl örorku og heilsufars við tekjur og stöðu á vinnumarkaði
  • Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Eflingar.

—————————————

Færibandið frá láglaunastörfum til örorku: Heilsufar og vinnumarkaður frá sjónarhóli verkafólks
Er fjandsamlegur vinnumarkaður á Íslandi kerfisbundið að framleiða öryrkja úr láglaunafólki? Kolbeinn H. Stefánsson doktor í félagsfræði kynnir skýrslu sem hann er með í smíðum fyrir Eflingu – stéttarfélag um tengsl örorku og heilsufars Íslendinga við stöðu þeirra á vinnumarkaði og stéttarstöðu. Kolbeinn vann nýlega skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega fyrir Öryrkjabandalagið. Skýrsla hans fyrir Eflingu er framhald á þeirri skýrslu þar sem örorkumálin eru sérstaklega skoðuð frá sjónarhóli láglaunafólks. Skýrslan verður kynnt opinberlega á seinni stigum en á fundinum gefst Eflingarfélögum tækifæri til að fá nasasjón af helstu niðurstöðum.

Sjá viðburð á facebook

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere