Framleiðir íslenskur vinnumarkaður kerfisbundið öryrkja úr láglaunafólki?

20. 11, 2019

Kolbeinn H. Stefánsson doktor í félagsfræði kynnti sl. fimmtudag á félagsfundi Eflingar skýrslu sem hann er með í smíðum um tengsl örorku og heilsufars Íslendinga við stöðu þeirra á vinnumarkaði og stéttarstöðu. Kolbeinn vann nýlega skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega fyrir Öryrkjabandalagið. Skýrsla hans fyrir Eflingu er framhald af þeirri skýrslu þar sem örorkumálin eru sérstaklega skoðuð út frá sjónarhóli láglaunafólks.Á fundinum gafst Eflingarfélögum tækifæri til að fá nasasjón af helstu niðurstöðum en skýrslan verður kynnt opinberlega á næstu vikum.Meginniðurstöður Kolbeins eru að menntun og tekjur hafi umtalsverð áhrif lífsgæði og heilsu fólks. Meiri menntun og tekjur auka líkur á betri heilsu og lengra lífi. Minni menntun og lág laun orsaka ýmiss konar heilsufarsvandamál sem jafnvel leiða til örorku auk þess sem meiri líkur eru á að láglaunafólk neiti sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar.Að loknu erindi Kolbeins var opnað fyrir umræður. Óhætt er að segja efni skýrslunnar hafi vakið áhuga fundargesta enda margt í henni sem ætti að nýtast Eflingarfélögum í baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum og betra lífi.Hér má nálgast myndir af fundinum.