Formaður og varaformaður Eflingar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra um verkafólk af erlendum uppruna sem voru á þá leið að auðvelt sé að losa sig við þau og það sé kostur.Í pallborðsumræðum í hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag fór fram umræða um fólksflutninga og aðbúnað fólks af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Viðburðurinn var skipulagður á vegum öndvegisverkefnisins Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi og hafi skipuleggjendur þakkir fyrir. Umræðurnar fóru fram í kjölfar upplýsandi fyrirlesturs hollenska félagsfræðingsins Hein de Haas og í pallborði sátu fræðimenn og fulltrúar aðila vinnumarkaðar. Málflutningur þátttakenda var almennt vandaður að undanskildum þeim sem viðhafður var af fulltrúa ríkisvaldsins.„Er þýðingin rétt? Hvar er ég stödd?“ Þessu velti Dovelyn Rannveig Mendoza, sérfræðingur í stefnumótun á sviði fólksflutninga, fyrir sér eftir að hafa hlýtt á ummæli Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmála sem mættur var fyrir hönd félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar.Það voru fleiri en Dovelyn sem trúðu vart ummælum og framgöngu Gissurar á fundinum. Ástæðan var sú að ummælin voru fullkomlega úr samhengi við grunnforsendur umræðunnar – að fólk af erlendum uppruna sem starfi á íslenskum vinnumarkaði sé fólk, manneskjur, sem sáttmáli meirihluta okkar sem búum hér um að starfrækja velferðarþjóðfélag nái til.Þau viðhorf gagnvart verkafólki af erlendum uppruna sem endurspegluðust í ummælunum voru á þessa leið:Það er auðvelt að losa sig við þau og það er kostur! Við höfum boðið þeim íslenskunámskeið en þetta fólk nennir ekki að læra tungumálið! Af hverju ættum við að hlúa að þeim – við vitum ekki betur en að það sé á leið úr landi! Viðhorf sem þessi lýsa mikilli vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Dovelyn Rannveig dró þá hliðstæðu og setti í samhengi við reynslu sína af málefnum erlends verkafólks í Mið-Austurlöndum að orð ráðuneytisstjóra líktust viðhorfum valdhafa í Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum til erlends verkafólk.Ummælin vöktu ugg og reiði meðal þátttakenda í pallborði og áhorfenda. Hein de Haas beindi orðum sínum til ráðuneytisstjórans og undirstrikaði mistök annarra þjóða sem hafa hunsað og vanrækt erlent verkafólk sem leggur hönd á plóg á vinnumarkaði og sest að í samfélaginu.Því miður hefur Efling þurft að hafa afskipti af alvarlegum málum þar sem brotið hefur verið með grófum og skipulögðum hætti á erlendu verkafólki. Sem ráðuneytisstjóri félagsmála, og áður forstjóri Vinnumálastofnunar, ber Gissur mikla ábyrgð innan málaflokksins. Við meðhöndlun málanna hafa fulltrúar Eflingar orðið vitni að ummælum og framgöngu sem eru í samræmi við ofangreind ummæli þar sem hann hefur haft velferð brotaþola í flimtingum og lagt áherslu á væntanlegan brottflutning verkamanna úr landi fremur en úrlausn og skipulega meðferð brotanna.Því sem hér hefur verið lýst og Sabine Leskopf hefur einnig fjallað um í kjölfar fundarins síðasta föstudag bendir til vanhæfis núverandi ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytis til að starfa að málum er snerta erlent verkafólk. Ráðherra sem skipað hefur í embættið og ber pólitíska ábyrgð, Ásmundur Einar Daðason, hefur í tilsvörum vísað til þess að hann sé illa upplýstur um það sem sagt var í hans umboði á fundinum.Undirritaðar fordæma ummæli og framgöngu ráðuneytisstjórans, Gissurar Péturssonar, og skora á Ásmund Einar Daðason að axla ábyrgð í máli þessu.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélagsAgnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar stéttarfélags