Select Page

Lengri afgreiðslutími skrifstofu á miðvikudögum

Skrifstofa Eflingar í Guðrúnartúni 1 verður til reynslu opin til kl. 18 á miðvikudögum í desember og janúar. Lengdur afgreiðslutími er hugsaður fyrir félagsmenn sem eiga óhægt, vegna vinnu sinnar, með að koma á skrifstofuna á hinum venjubundna afgreiðslutíma skrifstofunnar sem er 8:15-16:00 á virkum dögum.

Lengdur afgreiðslutími verður frá 16:00 til 18:00 á miðvikudögum.

11. desember 2019
18. desember 2019
8. janúar 2020
15. janúar 2020
22. janúar 2020
29. janúar 2020

Ekki verður boðin full þjónusta heldur verður sett í forgang að þjónusta félagsmenn sem óska eftir viðtölum við kjaramálafulltrúa. Hægt verður að skila inn umsóknum í fræðslu- og sjúkrasjóð en þó ekki vegna sjúkradagpeninga. Svarað verður í síma og öllum erindum sinnt eftir bestu getu.

Árangurinn af verkefninu verður metinn í lok janúar með það í huga að halda því áfram, með nauðsynlegum breytingum eftir því sem við á.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere