Hátíðlegt á haustútskrift Mímis

18. 12, 2019

Haustútskrift Mímis fór fram við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju í gær. Að þessu sinni útskrifuðust 18 manns úr Fagnámskeiði I í umönnun. Námsbrautin er ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum.17 útskrifuðust af Fagnámskeiði I fyrir starfsmenn leikskóla. Námið er ætlað einstaklingum sem vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum.Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og kökur.Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni.