Það ríkti einskær gleði á jólaballi Eflingar sem haldið var í Gullhömrum sl. laugardag. Um 500 manns, félagar í Eflingu ásamt börnum og barnabörnum, dönsuðu í kringum jólatréð undir spili hljómsveitar hússins. Jólasveinar komu í heimsókn og er óhætt að segja að þeir félagar hafi fengið góðar móttökur enda kúnstugir gaurir og léku á alls oddi. Í lokin fengu börnin afhenta nammipoka frá jólasveinunum. Frábært jólaball í alla staði.Myndir af Jólaballinu má nálgast hér.