Kennarasambandið styður Eflingu

31. 01, 2020

Kennara­sam­band Ís­lands hvetur fé­lags­menn sína til að ganga ekki störf fé­lags­manna Eflingar, komi til verk­falla þeirra hjá Reykja­víkur­borg. Fyrsta vinnustöðvun hefst næstkomandi þriðjudag. Í yfirlýsingu á vef Kennarasambandsins segir að það sé réttur vinnandi stétta að hafa sjálf­stæðan samnings­rétt.VR hefur einnig lýst yfir stuðningi við baráttu Eflingar. Í stuðningsyfirlýsingu félagsins kemur meðal annars fram: „Lykilatriðið í kröfum Eflingar er leiðrétting á kjörum lægst launuðu starfsmanna borgarinnar sem nú eru á launum sem duga ekki til framfærslu. Að geta lifað með mannlegri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grundvallar mannréttinda- og baráttumál verkalýðshreyfingarinnar.“Efling stéttarfélag þakkar stuðninginn sem berst nú viða að við baráttuna fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu.