Select Page

Kennara­sam­band Ís­lands hvetur fé­lags­menn sína til að ganga ekki störf fé­lags­manna Eflingar, komi til verk­falla þeirra hjá Reykja­víkur­borg. Fyrsta vinnustöðvun hefst næstkomandi þriðjudag. Í yfirlýsingu á vef Kennarasambandsins segir að það sé réttur vinnandi stétta að hafa sjálf­stæðan samnings­rétt.

VR hefur einnig lýst yfir stuðningi við baráttu Eflingar. Í stuðningsyfirlýsingu félagsins kemur meðal annars fram: “Lykilatriðið í kröfum Eflingar er leiðrétting á kjörum lægst launuðu starfsmanna borgarinnar sem nú eru á launum sem duga ekki til framfærslu. Að geta lifað með mannlegri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grundvallar mannréttinda- og baráttumál verkalýðshreyfingarinnar.”

Efling stéttarfélag þakkar stuðninginn sem berst nú viða að við baráttuna fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere