Efling hélt blaðamannafund í Bragganum í dag klukkan tvö síðdegis. Þar kynnti Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar hvað það myndi kosta borgina að leiðrétta lægstu laun. Sú upphæð var borin saman við kostnað á endurnýjun Braggans. Þegar leiðrétting á kjörum ríflega 1800 borgarstarfsmanna og fjölskyldna þeirra væri komin til áhrifa væri það á við tæplega fjóra bragga á ársgrundvelli. Á samningstímanum myndi rekstrarafgangur borgarinnar dekka kostnaðinn margfalt.KynningForsendur og útreikningar