Í dag birtist í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg ti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Efling hefur boðið borgarstjóra til opins samningafundar í Iðnó á miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00 þar sem samninganefnd Eflingar mun kynna tilboð sitt til borgarinnar um sanngjarnan og farsælan kjarasamning sem gildi til loka árs 2022.
Við krefjumst leiðréttingar!
Opið bréf samninganefndar Eflingar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóraSamningar okkar, félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, hafa verið lausir í meira en 10 mánuði. Við krefjumst nýs kjarasamnings þar sem aðstæður okkar eru viðurkenndar og leiðréttar. Langvarandi vanmat á störfum kvennastétta er lítillækkun, þolinmæði okkar er á þrotum.Við viljum að þú, æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, horfist í augu við okkur og hlustir á okkur. Við viljum að þú meðtakir mikilvægar staðreyndir um störfin okkar, um launakjörin okkar og aðstæðurnar sem við búum við.Vanmetin störf á lægstu launumVið höldum uppi grunnþjónustu borgarinnar og veitum viðkvæmum hópum lífsnauðsynlega aðhlynningu. Störf okkar leysa aðra undan umönnunarbyrði og gera þeim kleift að taka þátt í vinnumarkaðinum.Launakannanir sýna fram á að starfsfólk sveitarfélaga, í samanburði við starfsfólk hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði, er lægst launaði hópurinn í samfélaginu. Eftir að nýtt góðæri leysti hrunið af hólmi höfum við haldið þjónustu borgarinnar gangandi við gríðarlega undirmönnun vegna þess að fólk flúði láglaunastefnu borgarinnar yfir í önnur störf. Þú hefur ekki leyst þennan vanda.Sífellt þrengri kosturSum okkar, til dæmis þau sem vinna á leikskólum, hafa engan aðgang að yfirvinnu eða vaktavinnu, sem er oft eina leið láglaunafólks til auka tekjur sínar. Ekkert okkar getur samið um einstaklingsbundnar launahækkanir eins og á almennum vinnumarkaði.Þenslan á húsnæðismarkaði í Reykjavík hefur leitt til þess að ráðstöfunartekjur okkar fuðra upp á báli leiguverðshækkana. Eftir hrunið 2008 þurftum við að bera uppi grunnþjónustu borgarinnar undir grimmum niðurskurði. Mörg okkar búa við fátækt vegna þeirra launakjara sem þú býður okkur upp á.Gengið á heilsu láglaunafólksÞú stærir þig af því að Reykjavíkurborg sé framsækinn vinnustaður kynjajöfnuðar. Engu að síður keyrir þú grimma láglaunastefnu gagnvart okkur sem engin tilraun hefur verið gerð til að leiðrétta síðan árið 2005.Láglaunakonur í líkamlega erfiðum störfum eru mun líklegri en aðrir hópar til að þjást af sjúkdómum og kvillum sem geta leitt til örorku. Við viljum laun og aðstæður sem gera okkur kleift að sinna störfum okkar án þess að eiga á hættu að missa heilsuna langt fyrir aldur fram.Við krefjumst þess að þú leiðréttir þá vanvirðingu sem Reykjavíkurborg hefur sýnt okkur. Það er í valdi þínu og borgarstjórnarmeirihlutans að gera það.Krafa um sanngjarna leiðréttinguVið höfum lagt fram á samningafundum einfalda og raunhæfa leiðréttingu í líkingu við þá sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði árið 2005 þegar hún var borgarstjóri.Við erum hér. Við erum á leið í verkfall. Við munum berjast þangað til við höfum verið viðurkennd og okkur tryggt mannsæmandi viðurværi.Borgin er í okkar höndum!Samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg