Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi trúnaðarmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg ásamt samninganefnd í húsakynnum Eflingar 27. janúar 2020.Ályktunin var send síðdegis í gær til fulltrúa meirihlutans í Reykjavík: Aron Leví Beck, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Heiða Björk Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haralsdóttir, Skúli Helgason, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.Á fundinum voru viðstaddir 47 trúnaðarmenn sem samþykktu ályktunina einróma.Kæri borgarfulltrúiVið, trúnaðarmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg, krefjumst þess að borgin gangi til samninga um leiðréttingu á kjörum okkar og annarra félagsmanna Eflingar hjá borginni.Raunhæf lausn byggð á þekktri fyrirmynd hefur verið lögð fram af hálfu samninganefndar Eflingar. Við styðjum þá lausn og lýsum fullum stuðningi við þær leiðir til leiðréttingar sem samninganefnd Eflingar hefur lagt fram. Fyrir liggur að fjárhagur borgarinnar getur vel staðið undir þeirri leiðréttingu.Þú hefur sem kjörinn fulltrúi verið valinn til stjórnar í borginni, vinnustaðnum okkar. Þú berð ábyrgð á kjörum okkar og velferð. Við biðjum þig að axla þá ábyrgð.Við vinnum enn vinnuna okkar á hverjum degi. Ert þú að vinna þína?Trúnaðarmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg