Vegna ummæla formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar gagnvart Eflingu um tilboðið sem lagt var fram í upphafi viðræðna er tekið fram að Efling stendur við orð formanns sem féllu um tilboðið í morgun. Ef gengið hefði verið að tilboðinu hefðu stórir starfahópar fengið lægri laun en samkvæmt lífskjarasamningnum. Þetta er niðurstaðan þegar launaliður tilboðsins er reiknaður.