Select Page

Eflingu hafa borist fjölmargar stuðningskveðjur.

BHM styður Efl­ingu í sinni bar­áttu fyr­ir mann­sæm­andi kjör­um eins og fram kom í viðtali við Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, formann Banda­lags há­skóla­manna.

Stjórn Sameykis stéttarfélags hefur lýst yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg og sendir starfsmönnum í verkfalli baráttukveðjur

Starfsgreinasambandið hefur birt á vef sínum yfirlýsingu þar sem meðal annar segir: “Starfsgreinasamband Íslands styður réttmætar kröfur um að fólk geti lifað af sínum launum og minnir félagsmenn sína á að ganga ekki í störf félaga sinna sem í verkfalli og sendir Eflingu baráttukveðjur.”

Verklýðsfélagið Hlíf hefur einnig birt baráttukveðju á sínum vef þar sem tekið er unir þau sjónarmið sem birtast í yfirlýsingu SGS.

Þá hefur BSRB lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar og hvatt félagsmenn sína til að virða verkfallsrétt Eflingar og ganga ekki í störf félagsmanna sem eru í verkfalli.

Áður hefur verið sagt frá stuðningi Kennarasambands Íslands og VR.

Efling stéttarfélag þakkar fyrir víðtækan stuðning við baráttuna fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere