Select Page

Verkfallsvakt Eflingar varð vör við eitt verkfallsbrot á vinnustað Reykjavíkurborgar í dag, miðvikudaginn 12. febrúar. Verkfallsbrotið fólst í því að deildarstjóri á leikskóla er talinn hafa gengið í störf Eflingarstarfsmanns. Brotið hefur verið tilkynnt stjórnendum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Verkfallsvaktin heimsótti hátt í 60 vinnustaði borgarinnar á þremur bílum. Sérstök áhersla var lögð á verkfallsvörslu í grunnskólum borgarinnar að þessu sinni. Þá verður litið inn á nokkra vaktavinnustaði seinnipartinn í dag og kvöld.

Verkfallsverðir fengu hlýjar móttökur á vinnustöðum borgarinnar og er ljóst að mikill stuðningur er við baráttu félagsmenna í stéttarfélaginu meðal annars starfsfólks borgarinnar og almennings.

Efling býður áhugasömum félagsmönnum í verkfalli að taka þátt í verkfallsvörslunni á morgun og í næstu viku með því að senda tölvupóst á felagssvid@efling.is

Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og fyrir þann samhug sem starfsfólk frá öðrum stéttarfélögum, foreldrar barna og notendur þjónustu sem hefur skerst hafa sýnt.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere