Félagsmenn starfandi hjá Reykjavíkurborg þurfa sérstaklega að sækja um greiðslu úr vinnudeilusjóði vegna verkfalla dagana 17.-21. febrúar. Fyrri umsókn gilti einungis fyrir verkfallsdaga á tímabilinu 4.-14. febrúar. Hægt verður að sækja um rafrænt á heimasíðu Eflingar frá föstudeginum 21. febrúar. Til þess að fá greitt um mánaðarmótin febrúar/mars þarf að vera búið að sækja um greiðsluna fyrir 25. febrúar.Félagsmönnum er jafnframt bent á að ef verkföll halda áfram þarf að sækja um aftur. Þeir sem ekki hafa sótt um vegna tímabilsins 4.-14. febrúar þegar ný umsókn tekur gildi þann 21. febrúar þurfa að hafa samband við skrifstofu Eflingar þar sem ekki verður hægt að sækja um rafrænt fyrir fyrrnefnt tímabil.Greiðsla fyrir launatap vegna verkfalls dagana 17., 18., 19., 20. og – 21. febrúar verður 18.000 kr. á dag miðað við fullt starf, annars greitt í samræmi við starfshlutfall, t.a.m. eru greiddar 9.000 kr. á dag fyrir 50% starf.