Samningaviðræður Eflingar við borgina hafa enn engan árangur borið. Efling býður félagsfólki sem vinnur hjá Reykjavíkurborg til fundar þar sem afstaða samninganefndar verður útskýrð og félagsmönnum gefinn kostur á að ræða saman og við samninganefnd.
- Gamla bíó – Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík – þriðjudaginn 3. mars kl. 13.00-15.00
Ávarp– Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, flytur ávarp.Rétturinn til virðingar – rétturinn til baráttu– Drífa Snædal, forseti ASÍ, fjallar fjallar um mikilvægi verkfallsvopnsins í baráttu fyrir betri kjörum.Hvar stöndum við nú?– Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fjallar um stöðuna í samningaviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborg og næstu skref.Umræður– Fundargestum gefinn kostur á að afla upplýsinga og varpa fram spurningum til samninganefndar Eflingar, formanns og framkvæmdastjóra.